lau 28.jan 2023
[email protected]
Ensk félög eyddu margfalt meira en úr öðrum deildum
 |
 |
Mynd: Getty Images
|
Þegar gögn yfir félagsskipti leikmanna á milli landa frá síðasta ári eru skoðuð kemur í ljós að félög á Englandi búa yfir margfalt meiri fjármunum en félög í öðrum deildum Evrópu.
Samkvæmt opinberum tölum FIFA eyddu ensk félög 1,78 milljarði punda til að kaupa inn nýja leikmenn úr öðrum deildum á síðasta ári. Það er ótrúleg upphæð og er hún meira en þrefalt hærri heldur en samanlögð upphæð sem ítölsk félög eyddu í nýja leikmenn að utan. Ítölsk félög eru í öðru sæti listans með 543 milljónir punda sem voru nýtt til leikmannakaupa utan landsteinanna en þar á eftir koma spænsk, frönsk og þýsk félög. Shakhtar Donetsk er það félag sem seldi flesta leikmenn úr landi á síðasta ári en þeir eru 51 talsins og er hægt að kenna stríðinu í Úkraínu um. Þá voru tæplega 6 þúsund af þeim 55 þúsund áhugamönnum sem skiptu til annarra landa frá Úkraínu. Ef kvennafótboltinn er skoðaður voru tæpar 3 milljónir punda notaðar til að kaupa leikmenn á milli landa, sem er 62% aukning frá 2021. Þar var Keira Walsh dýrust en hún fór frá Man City til Barcelona fyrir 400 þúsund pund - dýrustu félagsskipti sögunnar í kvennaboltanum. Að lokum vekur athygli að tíu dýrustu leikmannakaup síðasta árs telja 12,5% af öllum fjármunum sem voru notaðir til félagaskipta. Í heildina voru leikmenn keyptir fyrir 5,25 milljarða punda. Tíu dýrustu leikmannakaup á milli landa 2022: 1. Aurelien Tchouameni (Monaco - Real Madrid) 2. Darwin Nunez (Benfica - Liverpool) 3. Antony (Ajax - Manchester United) 4. Casemiro (Real Madrid - Manchester United) 5. Matthijs De Ligt (Juventus - Bayern Munich) 6. Ferran Torres (Manchester City - Barcelona) 7. Erling Braut Haaland (Borussia Dortmund - Manchester City) 8. Alexander Isak (Real Sociedad - Newcastle United) 9. Luis Diaz (Porto - Liverpool) 10. Raphinha (Leeds United - Barcelona)
|