fös 27.jan 2023
Al Nassr tapaði í undanúrslitum þrátt fyrir yfirburði

Al-Ittihad 3 - 1 Al Nassr
1-0 Romarinho ('15)
2-0 A. Hamdallah ('43)
2-1 Anderson Talisca ('67)
3-1 M. Shanqeeti ('93)Cristiano Ronaldo lék allan leikinn er Al Nassr steinlá í undanúrslitaleik sádí-arabíska Ofurbikarsins í gærkvöldi. 

Fyrri hálfleikurinn var nokkuð jafn þar sem heimamenn í Al-Ittihad nýttu færin sín betur. Romarinho var allt í öllu og skoraði og lagði upp, staðan því 2-0 í leikhlé.

Al Nassr tók öll völd á vellinum í síðari hálfleik en átti í miklum erfiðleikum með að klára sóknirnar sínar. Anderson Talisca minnkaði muninn á 67. mínútu en nær komust gestirnir ekki.

Heimamenn innsigluðu sigurinn í uppbótartíma og svekkjandi tap fyrir Al Nassr sem hefði mætt Al-Fayha í úrslitaleik.