fös 27.jan 2023
Reykjavíkurmót kvenna: Þróttur mætir Val í úrslitum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fjölnir 1 - 7 Þróttur R.
0-1 Freyja Karín Þorvarðardóttir ('5 )
1-1 Anna María Bergþórsdóttir ('11 )
1-2 Ólöf Sigríður Kristinsdóttir ('13 )
1-3 Freyja Karín Þorvarðardóttir ('23 )
1-4 Ólöf Sigríður Kristinsdóttir ('25 )
1-5 Ólöf Sigríður Kristinsdóttir ('30 )
1-6 Ólöf Sigríður Kristinsdóttir ('38 )
1-7 Guðrún Bára Sverrisdóttir ('56 , Sjálfsmark)Þróttur R. mætir Val í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eftir stórsigur gegn Fjölni í Egilshöllinni í kvöld.

Fjölnir og Þróttur mættust í úrslitaleik B-riðils Reykjavíkurmótsins og fór Ólöf Sigríður Kristinsdóttir á kostum í liði Þróttar.

Staðan var jöfn 1-1 eftir ellefu mínútur en þá var komið að Ólöfu sem skoraði fernu í fyrri hálfleik og var staðan því 1-6 í leikhlé.

Þróttarar bættu sjöunda markinu við í síðari hálfleik og skópu þannig stórsigur. Þróttur endar riðlakeppnina með fullt hús stiga á meðan Fjölnir er með sex stig.

Víkingur R. 5 - 0 Fram
1-0 Dagný Rún Pétursdóttir ('22 )
2-0 Jóhanna Lind Stefánsdóttir ('51 )
3-0 Jóhanna Lind Stefánsdóttir ('53 )
4-0 Hafdís Bára Höskuldsdóttir ('72 )
5-0 Nadía Atladóttir ('82 )

Í A-riðli áttust Víkingur R. og Fram við í þýðingarlitlum úrslitaleik um þriðja sæti riðilsins.

Víkingskonur leiddu í leikhlé þökk sé marki frá Dagnýju Rún Pétursdóttur og opnuðust flóðgáttirnar í síðari hálfleik.

Jóhanna Lind Stefánsdóttir setti tvennu skömmu eftir leikhlé áður en Hafdís Bára Höskuldsdóttir og Nadía Atladóttir gerðu út um viðureignina.

Víkingur endar því með þrjú stig og Fram án stiga.