lau 28.jan 2023
Semenyo kominn til Bournemouth (Staðfest)
Semenyo fór með Gana á HM í Katar.

Bournemouth er búið að staðfesta komu Antoine Semenyo til félagsins frá Bristol City.Semenyo virtist vera á leið til Crystal Palace en Bournemouth tókst að krækja í þennan 23 ára Ganverja sem er fjölhæfur framherji.

Hann hefur skorað sjö mörk og gefið tvær stoðsendingar í 26 leikjum með Bristol á tímabilinu og er fenginn til að auka breiddina í sóknarlínu Bournemouth.

Bournemouth er í fallbaráttu ensku úrvalsdeildarinnar með 17 stig eftir 20 umferðir.

Semenyo er þriðji leikmaðurinn sem gengur í raðir Bournemouth í janúar eftir Dango Ouattara og Darren Randolph.