lau 28.jan 2023
Real gefst upp á Rice - Sagður hafa gefið Arsenal loforð

Samkvæmt El Nacional, þá hefur Real Madrid gefist upp á því að reyna fá miðjumann West Ham, Declan Rice, næsta sumar.Florentino Perez, forseti Real Madrid, hefur lengi vilja fá Rice til félagsins en það er núna úr sögunni.

Leikmaðurinn er sagður hafa gefið Arsenal loforð um að koma til liðsins næsta sumar og því sé Real hætt við að reyna fá kappann.

Rice á einungis 18 mánuði eftir af samningi sínum hjá West Ham og lítur allt út fyrir það að hann muni yfirgefa félagið næsta sumar.

Þessi 24 ára gamli leikmaður hefur verið orðaður við Real Madrid, Chelsea og Manchester United en nú lítur allt út að hann fari til Arsenal. Mikel Arteta, stjóri liðsins, vill fá Rice inn í samkeppnina á miðjunni með Granit Xhaka og Thomas Partey.

Rice hefur spilað 221 leik fyrir West Ham og er fyrirliði liðsins. Leikmaðurinn hefur lengi talað um það að hann vilji spila í Meistaradeild Evrópu.