lau 28.jan 2023
Brighton bannar Caicedo að mæta á æfingar næstu daga
Í leik gegn Man City.

Moises Caicedo vill fara frá Brighton en hann tilkynnti það í gær.Arsenal er að reyna kaupa leikmanninn en Brighton hafnaði fyrsta tilboði liðsins. Brighton segir að leikmaðurinn verði ekki seldur í þessum glugga.

Brighton á leik á morgun gegn Liverpool í enska bikarnum en Caicedo mun ekki spila þann leik. Félagið hefur sagt leikmanninum að sleppa því að mæta á æfingar þangað til á miðvikudaginn en þá verður félagsskiptaglugginn lokaður.

Caicedo sagðir í gær að hann yrði stoltur að geta hjálpað Brighton með því að verða dýrasti leikmaður í sögu félagsins. Þá var hann hvergi sjáanlegur á æfingu liðsins í morgun.

Brighton hefur tilkynnt leikmanninum að það sé enginn möguleiki að hann verði seldur í þessum mánuði.

Ásamt Arsenal þá bauð Chelsea einnig í leikmanninn.