lau 28.jan 2023
Aron fór í aðgerð og verður frá næstu vikurnar

Aron Bjarnason, leikmaður IK Sirius í Svíþjóð, gekkst undir aðgerð og  verður frá næstu fimm til sex vikurnar.Þessu greinir félagið frá á Twitter en Aron fór í aðgerð á fæti og mun því missa af hluta undirbúningstímabilsins.

Talið er að Aron nái fullum bata áður en Allsvenskan deildin hefst og ætti hann því að vera klár í slaginn þann 2. apríl þegar Sirius heimsækir Norrköping.

Aron gekk í raðir Sirius í febrúar mánuði árið 2021 en hann kom frá Ujpest í Ungverjalandi.

Hann lék sinn fyrsta landsleik fyrr í mánuðinum.