lau 28.jan 2023
[email protected]
Ásgeir Páll framlengir við Keflavík
Ásgeir Páll Magnússon, leikmaður Keflavíkur, hefur framlengt samning sinn við félagið en hann spilaði tíu leiki í Bestu deild karla á síðasta ári.
Ásgeir er uppalinn fyrir austan en hann spilaði með Leikni Fáskrúðsfirði frá árinu 2017 til síðasta árs.
Þessi vinstri bakvörður framlengdi samning sinn við Keflavík til ársins 2025 en hann á að baki 120 leiki og þrjú mörk á sínum meistaraflokksferli til þessa.
Hér fyrir neðan má sjá tilkynningu frá Keflavík á Facebook.
|