lau 28.jan 2023
Guðný spilaði í tapi í grannaslagnum
Guðný í baráttunni í leiknum.

Guðný Árnadóttir var í byrjunarliðinu hjá AC Milan í dag en liðið mættir Inter Milan í nágrannaslag í ítölsku úrvalsdeildinni.Anna Björk Kristjánsdóttir sat allan tímann á varamannabekknum hjá Inter sem valtaði yfir granna sína í dag en leiknum lauk með 1-4 sigri Inter.

Fyrir leikinn í dag munaði einungis einu stigi á liðunum tveimur en staðan í hálfleik var 1-2. Inter bætti svo við tveimur mörkum í síðari hálfleiknum og vann leikinn verðskuldað.

Guðný spilaði 90 mínútur í dag og þá spilaði Alexandra Jóhannsdóttir allan leikinn fyrir lið Fiorentina í 2-0 sigri á Pomigliano.

Fiorentina er í þriðja sætinu í ítölsku úrvalsdeildinni.