lau 28.jan 2023
[email protected]
Enski bikarinn: Fimm leikir af sjö enduðu með jafntefli
 |
Sunderland mætir Fulham á heimavelli. |
 |
Leikmenn Southampton fagna. |
Mynd: Getty Images
|
Sjö leikjum var að ljúka í 32-liða úrslit enska bikarsins en fimm af þeim enduðu með jafntefli og munu því þurfa að spilast aftur.
Championship liðið Sunderland fór á Craven Cottage og gerði 1-1 jafntefli við úrvalsdeildarlið Fulham. Sunderland var nálægt því að stela sigrinum í lokin en mark var dæmt af vegna rangstöðu.
Bristol City fór auðveldlega með WBA og vann 3-0 og þá komst Southampton áfram eftir 2-1 heimasigur á Blackpool.
Blackburn og Birmingham gerðu jafntefli og þurfa að mætast aftur og þá fóru þrír aðrir leikir einnig jafntefli.
Hægt er að sjá öll úrslitin hér fyrir neðan.
Blackburn 2 - 2 Birmingham 0-1 Reda Khadra ('3 ) 1-1 Bradley Dack ('33 ) 2-1 Joe Rankin-Costello ('46 ) 2-2 Jordan James ('90 ) Bristol City 3 - 0 West Brom 1-0 Sam Bell ('12 ) 2-0 Alex Scott ('28 ) 3-0 Sam Bell ('48 ) Fulham 1 - 1 Sunderland 0-1 Jack Clarke ('6 ) 1-1 Tom Cairney ('61 ) Ipswich Town 0 - 0 Burnley Luton 2 - 2 Grimsby 0-1 Gavan Holohan ('43 ) 1-1 Elijah Adebayo ('49 , víti) 2-1 Jordan Clark ('66 ) 2-2 Harry Clifton ('67 ) Sheffield Wed 1 - 1 Fleetwood Town 0-1 Promise Omochere ('52 ) 1-1 Josh Earl ('71 , sjálfsmark) Southampton 2 - 1 Blackpool 1-0 Romain Perraud ('22 ) 2-0 Romain Perraud ('62 ) 2-1 Charlie Patino ('67 )
|