lau 28.jan 2023
Tete er lentur á Englandi - Í læknisskoðun hjá Leicester

Brasilíski kantmaðurinn Tete er að ganga í raðir Leicester City eftir að hafa varið fyrri hluta tímabilsins hjá Lyon.



Tete kemur til Leicester úr röðum Shakhtar Donetsk þar sem samningur hans rennur út um næstu áramót. Tete er einn þeirra leikmanna sem yfirgaf Shakhtar þegar Rússar réðust með her sinn inn í Úkraínu.

Leiceter þarf aðeins að greiða um 3 milljónir punda til að tryggja sér Tete sem hefur verið að gera flotta hluti í franska boltanum.

Tete, sem verður 23 ára í febrúar, er búinn að skora 6 mörk og gefa 5 stoðsendingar í 19 leikjum á tímabilinu.

Hann kom til Lyon seint á síðustu leiktíð og skoraði þá tvö mörk og gaf fimm stoðsendingar í ellefu leikjum.