lau 28.jan 2023
Byrjunarlið Man Utd og Reading: Maguire eina breytingin

Manchester United tekur á móti Championship liði Reading í lokaleik kvöldsins í 32-liða úrslitum enska bikarsins. Byrjunarliðin hafa verið kynnt og gerir Erik ten Hag aðeins eina breytingu frá 0-3 sigrinum á Nottingham Forest í undanúrslitum deildabikarsins í miðri viku.Harry Maguire kemur inn í byrjunarliðið fyrir hinn öfluga Lisandro Martinez sem fær hvíld og byrjar á bekknum. Jadon Sancho er ekki í leikmannahópi Rauðu djöflanna en allar helstu stjörnur liðsins eru á sínum stað í byrjunarliðinu.

Reading er í neðri hluta Championship deildarinnar með 37 stig eftir 28 umferðir, aðeins fimm stigum frá umspilsbaráttunni. Þeir eru með flottan leikmannahóp og má finna nokkur kunnugleg nöfn í byrjunarliðinu.

Hinn hávaxni Andy Carroll leiðir sóknarlínuna og eru Tom Ince og Junior Hoilett á köntunum. Þá má finna Jeff Hendrick, lánsmann frá Newcastle, á miðjunni og Baba Rahman, á láni frá Chelsea, í varnarlínunni. Scott Dann og Shane Long eru á bekknum.

Man Utd: De Gea, Wan-Bissaka, Maguire, Lindelof, Malacia, Eriksen, Casemiro, Fernandes, Antony, Weghorst, Rashford.
Varamenn: Heaton, Martinez, Varane, Williams, Fred, Mainoo, Pellistri, Elanga, Garnacho.

Reading: Lumley, Hoilett, Baba, Yiadom, McIntyre, Holmes, Hendrick, Loum, Ince, Joao, Carroll.
Varamenn: Bouzanis, Guinnes-Walker, Mbengue, Dann, Craig, Fornah, Azeez, Long, Meite.