mán 30.jan 2023
Óvíst hvort Tottenham tekst að krækja í Porro
Pedro Porro (til vinstri) er 23 ára hægri bakvörður.
Misvísandi fréttir eru í enskum fjölmiðlum varðandi tilraunir Tottenham til að kaupa bakvörðinn Pedro Porro frá Sporting Lissabon.

The Athletic sagði frá því í morgun að viðræður hefðu siglt í strand og ljóst væri að Porro færi ekki til Spurs í þessum glugga. Sky Sports segir hinsvegar að þessar fréttir séu ekki réttar.

Ekki sé útilokað að Tottenham nái að krækja í Porro en það sé alls ekki víst.

Það er flækjustig varðandi 39 milljóna punda riftunarákvæði í samningi hans og undir hvaða kringumstæðum það sé í gildi.

Leikmaðurinn sjálfur vill fara til Tottenham og virtist kveðja stuðningsmenn Sporting eftir leik um helgina.