þri 31.jan 2023
[email protected]
Leeds í viðræðum um Zaniolo
Independent segir að Leeds United sé í viðræðum við Roma um Nicolo Zaniolo.
Þessi 23 ára sóknarmiðjumaður/vængmaður vill yfirgefa Roma og hafnaði Bournemouth á dögunum.
Leeds er sagt vilja fá Zaniolo lánaðan en Roma vill selja hann alfarið.
Zaniolo er úti í kuldanum hjá Jose Mourinho og harðkjarna stuðningsmönnum Roma, sem eru ekki ánægðir með hans frammistöðu og telja hann hafa komið illa fram við félagið.
Áhugi Leeds á Zaniolo gæti tengst því að Jack Harrison er orðaður við Leicester. Hinsvegar segir BBC að Leicester telji að kaup á Harry Souttar, varnarmanni Stoke og ástralska landsliðsins, verði síðustu kaup félagsins í glugganum.
|