mið 01.feb 2023
Ten Hag íhugar að spila Martinez á miðjunni

Manchester United er í vandræðum með miðjuna hjá sér þar sem Christian Eriksen og Casemiro eru frá vegna meiðsla.Marcel Sabitzer er mættur til félagsins til að hlaupa í skarðið fyrir Eriksen en spurningin er hvernig best sé að leysa fjarveru Casemiro.

Lisandro Martinez miðvörður liðsins þekkir það að spila sem djúpur miðjumaður. Kemur það til greina að spila honum þar?

„Hann hefur gert það áður (Með Ajax). Þetta er eitt af því sem stjóri verður maður að vera hugmyndaríkur þegar leikmenn geta ekki spilað. Það er aðeins einn leikmaður sem getur spilað þessa stöðu, kannski getum við breytt um og verið skapandi," sagði Ten Hag.