mið 01.feb 2023
[email protected]
Draumabyrjun Dags Dan - Skoraði sólarhring eftir að hann var kynntur
 |
Dagur Dan kom inná og skoraði |
Dagur Dan Þórhallsson skrifaði í gær undir hjá Orlando City í MLS-deildinni en það tók hann ekki langan tíma að skora sitt fyrsta mark fyrir félagið.
Orlando keypti Dag frá Breiðabliki í gær og staðfesti komu hans á samfélagsmiðlum.
Hann átti glæsilegt tímabil með liðinu er það varð Íslandsmeistari á síðasta ári og fékk í kjölfarið tækifæri til að sanna sig í Bandaríkjunum.
Orlando spilaði æfingaleik við Minnesota United í kvöld og hafði þar sigur, 2-0.
Dagur kom inná í síðari hálfleiknum og gerði annað markið í blálokin.
Fyrsti leikur Orlando í MLS-deildinni er þann 26. febrúar gegn New York Red Bull.
|