fim 02.feb 2023
Ayew hafnaði Everton og fer til Forest
Sóknarmaðurinn reynslumikli Andre Ayew er að ganga í raðir Nottingham Forest á frjálsri sölu.

Hinn 33 ára Ayew hefur verið félagslaus síðan hann yfirgaf Al Sadd í Katar og mun skrifa undir samning við Forest út tímabilið. Hann hefur spilað í Katar síðustu tvö ár.

Hann ræddi einnig við Everton en hafnaði tilboði frá félaginu og er í læknisskoðun hjá Forest.

Þessi fyrrum sóknarmaður Swansea og West Ham verður 29. leikmaðurinn sem Forest fær til síðan hann félagið komst upp í ensku úrvalsdeildina.

Steve Cooper, stjóri Forest, þekkir Ayew vel en þeir unnu saman í Wales. Hann kemur til að aðstoða við að leysa af Taiwo Awoniyi, Morgan Gibbs-White og Jesse Lingard sem eru á meiðslalistanum.