fös 03.feb 2023
Ramos þarf ekki lengur að þjást - „Sá besti sem fótboltinn hefur gefið af sér"
Sergio Ramos, varnarmaður Paris Saint-Germain, segir að Lionel Messi sé besti leikmaður allra tíma í viðtali við sjónvarpsstöð franska félagsins.

Spænski miðvörðurinn þurfti að eiga við Messi til fjölda ára á Spáni og ekki var það alltaf endalaus hamingja.

Messi fór oft illa með Ramos og rifust þeir ófáum sinnum á vellinum en Spánverjinn fagnar því að spila með honum í dag.

„Ég þurfti að þjást í mörg ár við það að spila gegn Messi. Ég nýt þess nú að spila með honum, enda er hann besti leikmaður fótboltinn hefur gefið af sér,“ sagði Ramos.

Ramos og Messi eru fastamenn í liði PSG sem hefur aðeins tapað tveimur leikjum á öllu tímabilinu.