lau 04.feb 2023
[email protected]
Roma neyðist til að henda Solbakken úr Evrópudeildarhópnum
Roma neyðist til að skilja Ola Solbakken útundan í Evrópudeildinni vegna Financial Fair Play reglunnar. Þessi 24 ára gamli Norðmaður gerði fjögurra og hálfs árs samning við Roma í síðasta mánuði þegar hann kom frá Bodö/Glimt.
Hann skoraði þrjú mörk í tveimur viðureignum gegn Roma í Sambandsdeildinni á síðustu leiktíð. Roma virtist misskilja reglurnar en liðið fór yfir leyfilegan kostnað og neyðist því til að skilja einn leikmann eftir heima og Solbakken var fyrir valinu. Valið stóð á milli nýju leikmannana, Solbakken, Diego Llorente og Gini Winjaldum. Liðið var ekki tilbúið að losa varnarmann og ætluðu alls ekki að skilja Wijnaldum eftir heima.
|