mán 06.feb 2023
Guardiola eftir leik: Það er svo þreytandi að ferðast til London
Pep Guardiola.
Pep Guardiola, stjóri Manchester City, kom fram með áhugaverð ummæli eftir tap gegn Tottenham í gær.

Harry Kane skoraði eina mark leiksins á 15. mínútu en City spilaði ekki sérlega vel.

Guardiola talaði um það að hann væri orðinn þreyttur á að ferðast frá Manchester til London þar sem það tæki svo langan tíma.

„Að koma til London er eins og að koma til Norður-Evrópu. Það tekur fjórar klukkustundir og 20 mínútur. Það tekur okkur fjóran og hálfan tíma að komast á hótelið okkar," segir Guardiola.

„Það er svo þreytandi að koma til London. Við verðum núna að fara aftur til Manchester og undirbúa okkur fyrir næsta leik á móti Aston Villa."

City þarf alls sjö sinnum að ferðast frá Manchester til London í deildarleiki á þessu tímabili.