mán 06.feb 2023
[email protected]
Háværar sögur um að búið sé að reka Marsch
 |
Jesse Marsch. |
Spænski fjölmiðillinn Revelvo segir að Leeds United sé búið að reka stjórann Jesse Marsch.
Enskir fjölmiðlamenn hafa svo tekið undir þetta en Leeds á þó eftir að staðfesta þetta.
Leeds tapaði gegn Nottingham Forest í gær, 1-0, þrátt fyrir að hafa verið mikið sterkari aðilinn í leiknum. Leeds er núna í 17. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 18 stig úr 20 leikjum.
Marsch tók við liðinu á síðustu leiktíð eftir að Marcelo Bielsa var rekinn. Hann rétt náði að bjarga liðinu frá falli úr deildinni.
Marsch, sem er 49 ára gamall, entist í starfinu hjá Leeds í rétt tæplega ár ef þessar fréttir eru sannar.
Sjá einnig: Corberan orðaður við stjórastarf Leeds - Tekur Enrique við Chelsea?
|