mán 06.feb 2023
Tindastóll fær tvær úr háskólaboltanum (Staðfest)

Tindastóll kom sér upp í Bestu deild kvenna í fyrra og var að styrkja hópinn með markverði og varnarmanni fyrir komandi átök.Monica Wilhelm er bandarískur markvörður sem lék með háskólanum í Iowa í fimm ár. Hún verður 23 ára gömul síðar í febrúar.

Gwendolyn Mummert er þýskur varnarmaður sem lék fyrir háskólalið í Louisiana Ragin Cajun í þrjú ár áður en hún skipti yfir til Mississippi State í tvö ár. 

Gwen var meðal bestu varnarmanna háskólaboltans og gæti reynst gríðarlegur liðsstyrkur fyrir Sauðkrækinga. Hún á leiki að baki fyrir Union Berlin í þýsku B-deildinni.

Báðar skrifa þær undir samninga sem gilda út keppnistímabilið.