þri 07.feb 2023
[email protected]
Atsu fannst á lífi undir rústunum
 |
Christian Atsu. |
UPPFÆRSLA: Daginn eftir að þessar fréttir bárust var greint frá því að þær væru rangar og Atsu hefði í raun og veru ekki fundist. Sjá nánar hérna.
Fótboltamaðurinn Christian Atsu fannst á lífi og er nú á sjúkrahúsi. Hann lenti undir rústum byggingar eftir jarðskjálfta í Tyrklandi en var dreginn þaðan og fluttur á sjúkrahús. Ekki hafa frekari fregnir borist af líðan hans.
Atsu er 31 árs Ganverji sem er fyrrum leikmaður Chelsea og Newcastle.
Hann er nú leikmaður Hatayspor í Tyrklandi.
„Christian Atsu var fjarlægður undan rústunum, hann er slasaður. Því miður er ekki búið að finna íþróttastjóra okkar, Taner Savut, sem er enn undir rústunum," segir Mustafa Özat, framkvæmdastjóri Hatayspor.
Borgin Hatay varð hvað verst fyrir jarðskjálftanum stóra sem mældist 7,8 að stærð. Alls hafa yfir 4.100 manns látið lífið í Tyrklandi og Sýrlandi vegna skjálftans og þúsundir slasast.
Atsu hafði skorað sitt fyrsta mark fyrir Hatayspor á sunnudagskvöld, nokkrum klukkustundum áður en þessar náttúruhamfarir riðu yfir Tyrkland.
|