þri 07.feb 2023
Spence ætlar að sanna sig fyrir Tottenham

Djed Spence, hægri bakvörður Tottenham, fór til franska liðsins Rennes á láni í janúar út þessa leiktíð.Spence er 22 ára Englendingur en hann gekk til liðs við Tottenham í sumar frá Middlesbrough en hann var hjá Nottingham Forest á láni á síðustu leiktíð og hjálpaði liðinu að vinna sér sæti í úrvalsdeildinni.

Hann fékk hins vegar fá tækifæri undir stjórn Antonio Conte en hann lék aðeins sex leiki á þessari leiktíð, þar af fjóra í deildinni.

Fabrizio Romano greinir frá því að Rennes hafi ekki forkaupsrétt á leikmanninum en hann ætlar sér að sanna sig fyrir Tottenham í Frakklandi.

Hann var í byrjunarliðinu hjá Rennes um helgina þegar liðið tapaði 3-1 á heimavelli gegn Lille.