fim 09.feb 2023
Árni Steinn framlengir við Fjölni

Sóknarmaðurinn efnilegi Árni Steinn Sigursteinsson er búinn að gera samning við Fjölni sem gildir næstu þrjú keppnistímabilin.



Árni Steinn er fæddur 2003 og var markahæsti leikmaður Íslandsmótsins með Íslandsmeistaraliði Fjölnis í 2. flokki - þar sem hann skoraði 18 mörk í 18 leikjum.

Þar að auki kom hann við sögu í níu leikjum með meistaraflokki Fjölnis í Lengjudeildinni og skoraði þar tvö mörk. Sumarið 2021 skoraði hann 6 mörk í 14 leikjum með Vængjum Júpíters í 4. deildinni, á átjánda aldursári.

„Knattspyrnudeild Fjölnis óskar Árna til hamingju með nýjan samning og hlakkar til að fylgjast með honum næstu árin," segir meðal annars í tilkynningu frá Fjölni.

Fjölnir endaði í 4. sæti Lengjudeildarinnar í fyrra og gæti Árni fengið stærra hlutverk í sumar.