fim 09.feb 2023
Sjáðu mörk í sigri U17 ára liðs Íslands gegn Finnum
Ísabella skoraði í uppbótartíma.

Eins og við sögðum frá í fyrradag vann Ísland æfingamót U17 ára landsliða kvenna sem fór fram í Portúgal undanfarna daga.  Liðið hafði gert jafntefli við heimastúlkur í fyrsta leik og fylgdi því svo eftir með sigri á Slóvakíu.Lokaleikurinn var svo 2 - 1 sigur á Finnlandi á þriðjudaginn en mörkin skoruðu þær Sigdís Eva Bárðardóttir og Ísabella Sara Tryggvadóttir sem skoraði í uppbótartíma.

KSÍ hefur nú birt mörk Íslands í lokaleiknum en þau má sjá hér að neðan.