fim 09.feb 2023
[email protected]
Daði Ólafs með slitið krossband og ekki meira með á árinu
 |
Daði tekur komandi tímabil í stúkunni meðan hann jafnar sig á krossbandasliti. |
Daði Ólafsson bakvörður Fylkis missir af komandi tímabili í Bestu-deildinni en hann er með slitið krossband í hné.
Hrafnkell Helgi Helgason formaður meistaraflokksráðs félagsins greinir frá þessu á Twitter í dag. Krossabandaslit taka jafnan í kringum ár og því ljóst að Daði verður ekki með Fylki í endurkomunni í Bestu-deildinni í sumar. Daði sem varð 29 ára gamall í síðasta mánuði er uppalinn hjá Fylki og hefur allan sinn feril leikið með liðinu utan 5 leikja með ÍR árið 2016. Hann spilaði 18 leiki með liðinu í deild og bikar á síðasta ári þegar Fylkir vann Lengjudeild karla og tryggði sér sæti í Bestu-deildinni. Hann skoraði eitt mark í fyrra.
|