lau 18.mar 2023
[email protected]
Æfingaleikur: Grindavík vann Fram í fimm marka leik
Fram 2-3 Grindavík Mörk Frammara: Jannick Pohl og sjálfsmark. Mörk Grindavíkur: Einar Karl, Freyr Jónsson og Tómas Orri.
Bestu deildarlið Fram fékk Lengjudeildarlið Grindavík í heimsókn í gær í Úlfársdal í æfingaleik.
Heimamenn voru mun betri í fyrri hálfleiknum og leiddu leikinn með einu marki gegn engu. Í síðari hálfleiknum vöknuðu Grindvíkingar til lífsins og tóku yfir leikinn.
Þeir skoruðu þrjú mörk í síðari hálfleiknum og unnu leikinn að lokum með þremur mörkum gegn tveimur. Einar Karl, Freyr Jónsson og Tómas Orri skoruðu mörk Grindavíkur í leiknum. Hjá Fram var Jannick Pohl á skotskónum en hitt markið var sjálfsmark. Flott úrslit fyrir Grindavík en liðið hafnaði í fimmta sæti í sínum riðli í Lengjubikarnum. Þar vann Grindavík einn leik, gerði eitt jafntefli og tapaði þremur.
Fram lenti í þriðja sæti í sínum riðli.
|