ţri 30.okt 2007
Erlendu leikmennirnir ekki áfram hjá Grindavík
Mounir Ahandour er ađ öllum líkindum á förum frá Grindavík.
Milan Stefán Jankovic ţjálfari Grindvíkinga.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliđi Breiđfjörđ

Marinko Skaricic, Mounir Ahandour, Ivan Zgela og Ivan Firer sem léku međ Grindavík í fyrstu deildinni í sumar verđa ađ öllum líkindum ekki međ liđinu í Landsbankadeildinni nćsta sumar.

Ţetta stađfesti Jón Halldór Gíslason formađur knattspyrnudeildar Grindavíkur viđ Fótbolta.net í dag.

Franski sóknarmađurinn Mounir Ahandour hefur leikiđ međ Grindavík undanfarin fjögur ár en hann skorađi tvö mörk í fimmtán leikjum í fyrstu deildinni í sumar. Marinko Skaricic lék sautján leiki en hann er varnarmađur frá Króatíu.

Ivan Firer og Ivan Zgela komu til liđs viđ Grindvíkinga eftir ađ mótiđ hófst en ţeir léku fjórtán og ellefu leiki í deildinni.

Miđjumađurinn Paul McShane sem hefur leikiđ međ Grindavík frá ţví áriđ 1998 hefur hins vegar gert munnlegt samkomulag um ađ vera áfram hjá félaginu nćsta sumar og mun hann vćntanlega koma hingađ til lands í febrúar eđa mars.

Jón Halldór segir ađ Grindvíkingar ćtli sér ađ fá menn í stađ ţessara fjögurra sem er á förum. Milan Stefán Jankovic ţjálfari liđsins er staddur í Svartfjallalandi ţar sem hann er ađ svipast um eftir leikmönnum. Grindvíkingar eru í leit ađ miđverđi Jón Halldór býst viđ ađ liđiđ muni fá 1-2 erlenda leikmenn fyrir nćsta sumar.

,,Ég á ekki von á ađ ţađ verđi nema einn til tveir erlendir, viđ höfum líka veriđ ađ svipast um hér heima. Okkur vantar klárlega fjóra fyrir ţessa fjóra sem fóru," sagđi Jón Halldór viđ Fótbolta.net í dag.

Óskar Pétursson unglingalandsliđsmarkvörđur er eini markvörđurinn sem Grindvíkingar eiga ţar sem Helgi Már Helgason er hćttur međ liđinu. Ţví ćtla Grindvíkingar ađ fá markvörđ til liđs viđ sig fyrir nćsta sumar.

,,Viđ erum ađ svipast um eftir markverđi á móti Óskari, ekkert endilega markmanni númer eitt heldur til ţess ađ vera á móti honum ţví Helgi er hćttur," sagđi Jón Halldór ađ lokum viđ Fótbolta.net.