Leikmaður Atalanta orðaður við Man Utd - Ferguson gæti farið til West Ham - Liverpool og PSG reyna við Cherki
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Jökull: Upplifði einhverja ást hér sem ég hef ekki upplifað áður
Þórður Gunnar: Leist best á Aftureldingu
Oliver með fiðring: Báðir bræður mínir spiluðu hér
„Einu leikmennirnir sem við höfum farið í viðræður við“
Segir Breiðablik vera alltof spennandi - „Virkilega margir sem skildu mig"
Arnar Pálmi: Aldrei upplifað annað eins
Sá leikjahæsti framlengdi við Völsung - „Ákvað að hætta því leikriti núna"
Alli Jói: Eins stórt og það gerist fyrir Völsung
Elfar Árni: Ekki hægt að segja nei þegar hann sagði mér að drulla mér heim
Var með nokkur tilboð en fannst FH langmest spennandi
Hoppaði í sófanum þegar lausn fannst - „Atvinnumennska að koma í Breiðablik"
Aftur upp í Bestu deildina - „Í sjálfu sér seldur eftir þann fund"
Valgeir vonar að fólk skilji sig - „Hef heyrt sögur úr Kórnum"
banner
   mið 02. september 2015 14:10
Magnús Már Einarsson
Amsterdam
Eiður Smári: Hollendingar búast við flugeldasýningu
Icelandair
Eiður Smári á æfingu í Amsterdam.
Eiður Smári á æfingu í Amsterdam.
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Eiður Smári Guðjohnsen er einn af fáum leikmönnum í íslenska landsliðshópnum sem voru í liðinu í 2-0 tapi gegn Hollendingum í október árið 2008. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan þá en nú er Ísland fimm stigum á undan Hollendingum í undankeppni EM.

„Það er allt annað uppi á teningnum. Við erum í mun betri stöðu og það er mun jákvæðari stemning í kringum íslenska landsliðið," sagði Eiður við Fótbolta.net í dag.

;,Það helst kannski í hendur við úrslit. Auðvitað er alltaf erfitt að koma til Hollands og spila við hollenska liðið sem er gríðarlega sterkt. Það er alveg sama hvaða lið kemur hingað, það þarf að eiga frábæran leik til að ná í úrslit."

Hollendingar eru í þriðja sæti riðilsins með tíu stig eftir sex leiki. „Öll pressan er á þeim. Þeir verða að vinna okkur. Það getur á einhverjum tímapunkti í leiknum hjálpað okkur. Hollenska þjóðin býst við einhverju af liðinu, hun býst við flugeldasýningu og hefna fyrir leikinn á Íslandi. Við þurfum að vera skipulagðir og leyfa þeim ekki að komast á flug, Þegar líða tekur á leikinn þá munu opnast fyrir okkar möguleikar og við þurfum að nýta okkur það."

Ísland er á toppnum með fimmtán stig og margir eru farnir að horfa á EM í Frakklandi á næsta ári. „Við höfum líklega aldrei verið jafn nálægt en það er samt ennþá langt í land. Það eru mörg stór skref eftir. Því fleiri leiki sem við spilum og því fleiri leiki sem við vinnum þá tökum við skref í áttina."

Eiður Smári mætir nýklipptur í leikinn á morgun en hann var einn af leikmönnum sem fóru í klippingu hjá hinum þekkta Hanni Hanna.

„Það þurfti ekki mikið að klippa hjá mér. Það þurfti rétt svo að renna yfir þetta," sagði Eiður Smári léttur í bragði að lokum.

Hér að ofan má sjá ítarlegt viðtal við Eið Smára.
Athugasemdir
banner
banner
banner