Liverpool og Man Utd á eftir Simons - Sancho áfram hjá Chelsea - Real Madrid hefur áhuga á Rodri
Kristinn Aron: KR mikið betra en fyrir ári síðan
Óskar Hrafn: Framtíðin er sannarlega björt í Vesturbænum
Heimir: Þá missti hann bara tökin á leiknum
Már Ægis: Miklu betra að vera hérna heima
Rúnar: Helvítið hann Kristján Finnbogason þekkir allar vítaskyttur á landinu
Siggi Höskulds: Einhver mesti markaskorari sem ég hef séð í yngri flokkum
Fjórir leikmenn ÍR í páskafríi erlendis - „Með algjöru leyfi frá okkur"
Peter Jones með sitt fyrsta meistaraflokksmark: Þetta kemur ekki frá pabba
Halli Hróðmars: Mjög svekktur að hafa ekki getað spilað í Grindavík í dag
Adam Páls: Maður þarf að þroskast líka sem persóna
Alexander Rafn: Geðveikt að fá að læra af þessum leikmönnum
Eggert Gunnþór: Ríkjandi bikarmeistarar og við vissum alltaf að þetta yrði erfitt
Keppni sem okkur þykir vænt um - „Stefnum bara á Laugardalsvöll"
Jakob Gunnar skoraði gegn gömlu félögunum - „Skrítið en mjög skemmtilegt"
Hallgrímur Mar um innkomu Römer: Eins gott og það gat verið
Viktor Elmar: Er flottur leikmaður, þó ég segi sjálfur frá
Gunnar Már um fyrstu mánuðina: Þetta hefur verið brekka
Dóri Árna um Damir: Innan við eitt prósent líkur á því
Rúnar Páll: Ég ætlaði að taka mér pásu frá þjálfun
Haukur Andri: Maður ætlar sér klárlega aftur út
   mið 02. september 2015 14:10
Magnús Már Einarsson
Amsterdam
Eiður Smári: Hollendingar búast við flugeldasýningu
Icelandair
Eiður Smári á æfingu í Amsterdam.
Eiður Smári á æfingu í Amsterdam.
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Eiður Smári Guðjohnsen er einn af fáum leikmönnum í íslenska landsliðshópnum sem voru í liðinu í 2-0 tapi gegn Hollendingum í október árið 2008. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan þá en nú er Ísland fimm stigum á undan Hollendingum í undankeppni EM.

„Það er allt annað uppi á teningnum. Við erum í mun betri stöðu og það er mun jákvæðari stemning í kringum íslenska landsliðið," sagði Eiður við Fótbolta.net í dag.

;,Það helst kannski í hendur við úrslit. Auðvitað er alltaf erfitt að koma til Hollands og spila við hollenska liðið sem er gríðarlega sterkt. Það er alveg sama hvaða lið kemur hingað, það þarf að eiga frábæran leik til að ná í úrslit."

Hollendingar eru í þriðja sæti riðilsins með tíu stig eftir sex leiki. „Öll pressan er á þeim. Þeir verða að vinna okkur. Það getur á einhverjum tímapunkti í leiknum hjálpað okkur. Hollenska þjóðin býst við einhverju af liðinu, hun býst við flugeldasýningu og hefna fyrir leikinn á Íslandi. Við þurfum að vera skipulagðir og leyfa þeim ekki að komast á flug, Þegar líða tekur á leikinn þá munu opnast fyrir okkar möguleikar og við þurfum að nýta okkur það."

Ísland er á toppnum með fimmtán stig og margir eru farnir að horfa á EM í Frakklandi á næsta ári. „Við höfum líklega aldrei verið jafn nálægt en það er samt ennþá langt í land. Það eru mörg stór skref eftir. Því fleiri leiki sem við spilum og því fleiri leiki sem við vinnum þá tökum við skref í áttina."

Eiður Smári mætir nýklipptur í leikinn á morgun en hann var einn af leikmönnum sem fóru í klippingu hjá hinum þekkta Hanni Hanna.

„Það þurfti ekki mikið að klippa hjá mér. Það þurfti rétt svo að renna yfir þetta," sagði Eiður Smári léttur í bragði að lokum.

Hér að ofan má sjá ítarlegt viðtal við Eið Smára.
Athugasemdir
banner
banner