Stjörnuhárgreiðslumaðurinn Hanni Hanna mætti á hótel íslenska landsliðsins í gær og sá til þess að strákarnir okkar verða vel klipptir þegar Holland og Ísland mætast í Amsterdam á fimmtudag.
Hanni sérhæfir sig í hárgreiðslum listamanna og fótboltamanna um allan heim og er með um 20 þúsund fylgjendur á Instagram.
Strákarnir voru ánægðir með heimsókn Hanna sem var leystur út með íslensku landsliðstreyjunni sem gjöf.
Hanni hefur klippt fræga fótboltamenn í mörg ár en frægt var þegar hollenska landsliðið flaug honum út á HM í Suður-Afríku 2010 til að klippa landsliðsmennina þar.
Hér að neðan má sjá myndir sem Hanni hefur birt af heimsókn sinni á hótel Íslands.
Athugasemdir