Þrír orðaðir við Man City - Chelsea og Liverpool á eftir Kerkez - Fer Vlahovic til Arsenal?
   fim 14. júlí 2011 10:00
Elvar Geir Magnússon
Besti varnarmaður Pepsi-deildarinnar er...
Eiður Aron Sigurbjörnsson (ÍBV)
Fótbolti.net fékk vel valda álitsgjafa til að rýna í hver sé besti varnarmaður Pepsi-deildar karla. Hér að neðan má sjá þá þrjá sem flest atkvæði fengu ásamt völdum umsögnum um þá frá álitsgjöfunum.



1. Eiður Aron Sigurbjörnsson (ÍBV)

,,Strákur sem hefur tekið heljarstökk fram á við og lært mikið af því að spila með Rasmus Christiansen við hlið sér."

,,Fljótur og óvenju yfirvegaður miðað við ungan aldur. Les leikinn vel, fer vel með boltann og tapar fáum návígum."

,,Skandall að hann hafi ekki verið í U-21 árs hópnum."

,,Vel byggður, fljótur og sterkur og öflugur í loftinu."

,,Þegar hann fær aukna reynslu þá á hann bara eftir að verða enn betri."

,,Strákur sem hefur gert sárafá mistök síðan hann byrjaði að spila og á mun meira hrós skilið en hann hefur fengið."



2. Grétar Sigfinnur Sigurðarson (KR)

,,Ekki mesta tæknitröll í heimi en hann veit sín takmörk og lætur einhver meiðsli ekkert á sig fá. Er líka ógnarsterkur í vítateig andstæðinganna."

,,Afar mikill leiðtogi, fastur fyrir en alls ekki grófur og hefur bundið KR vörnina saman í sumar. Hefur pakkað flestum framherjum deildarinnar saman."

,,John Terry Íslands. Allavega innanvallar. Vonandi ekki utanvallar."

,,KR hjartað í honum er endalaust stórt og það skilar sér."

,,Var góður en er orðinn enn betri eftir að Skúli Jón kom við hlið hans. Er alls ekki að sjá að hann spilar meiddur."



3. Rasmus Christiansen (ÍBV)

,,Frábær leiðtogi og ahliða góður varnarmaður."

,,Hinn nýji Tommy Nielsen."

,,Stjórnar varnarleik ÍBV liðsins af festu og saman mynda þeir Eiður Aron eitt besta hafsentapar deildarinnar."

,,Frábær leikmaður sem ÍBV fékk í fyrra, er snöggur, góður í loftinu og les leikinn vel."

,,Er ungur en spilar eins og hann hafi aldrei gert annað."



Brot af öðrum ummælum:

Skúli Jón Friðgeirsson ,,Hefur ekki líkamlega yfirburði en bætir það upp með skynsemi og baráttu."
Alexander Magnússon ,,Hefur komið virkilega á óvart í sumar."
Haraldur Freyr Guðmundsson ,,Mjög sterkur í loftinu, yfirvegaður og gerir fá mistök."
Elfar Freyr Helgason ,,Er sterkur í loftinu, snöggur og góður tæklari."
Guðmundur Reynir Gunnarsson ,,Einn besti leikmaður tímabilsins en styrkleikar hans eru frekar sóknarlega."


ÁLITSGJAFARNIR:
Þorlákur Árnason (þjálfari kvennaliðs Stjörnunnar), Kristján Jónsson (blaðamaður á Morgunblaðinu), Arnar Björnsson (íþróttafréttamaður á Stöð 2 Sport), Óskar Hrafn Þorvaldsson (fjölmiðlamaður), Guðmundur Hilmarsson (blaðamaður á Morgunblaðinu), Hörður Snævar Jónsson (fréttaritari Fótbolta.net), Kolbeinn Tumi Daðason (blaðamaður á Fréttablaðinu/Vísi), Haukur Harðarson (íþróttafréttamaður á RÚV), Benedikt Bóas Hinriksson (fjölmiðlamaður), Auðun Helgason (varnarmaður Selfoss), Gunnlaugur Jónsson (þjálfari KA).



Sjá einnig:
Besti markvörður Pepsi-deildarinnar er...
banner
banner
banner