Liverpool hefur áhuga á Gordon - Það gæti bundið enda á vonir Arsenal um að fá Isak
   þri 12. júlí 2011 10:00
Elvar Geir Magnússon
Besti markvörður Pepsi-deildarinnar er...
Hannes Þór Halldórsson (KR)
Hannes Þór Halldórsson hefur verið frábær í sumar.
Hannes Þór Halldórsson hefur verið frábær í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fótbolti.net fékk tólf álitsgjafa til að rýna í hver sé besti markvörður Pepsi-deildar karla. Hér að neðan má sjá þá þrjá sem flest atkvæði fengu ásamt völdum umsögnum um þá frá álitsgjöfunum.



1. Hannes Þór Halldórsson (KR)

,,Kemur með góðar markvörslur sem halda KR inn í leikjunum. Hann hefur komið með sjálfstraust inn í vörn og leik KR-inga."

,,Hefur mikinn metnað og pælir mjög mikið í vinnu markvarða. Tel hann eiga að fá leiki með landsliðinu."

,,Hann er að verja vel þegar á reynir. Vel einbeittur og alltaf á tánum."

,,Hefur unnið gríðarlega vel sýnist mér í veikleikum sínum sem voru úthlaup og spörk. Gæti orðið verulega góður, enda ungur ennþá af markverði að vera."

,,Blómstrar á stóra sviðinu og frábær byrjun hans í Vesturbænum hefur komið með öryggi inn í KR-vörnina."

,,KR-ingar eru loksins búnir að finna fullgildan eftirmann Kristjáns Finnbogasonar."



2. Gunnleifur Gunnleifsson (FH)

,,Gunnleifur er besti alhliða markvörðurinn hér á landi. Góður á milli stanganna, í fyrirgjöfum og úthlaupum."

,,Mikill leiðtogi á velli og stjórnar sínu liði."

,,Hann er líkt og gott rauðvín, verður betri með aldrinum."

,,Heilsteyptasti markvörðurinn Frábær milli stanganna og öflugur í teignum."



3. Ingvar Þór Kale (Breiðablik)

,,Svolítið villtur sem markvörður en það gerir hann líka betri. Hann hefur líka þetta "GUTS" sem markmenn verða að hafa."

,,Ekki bara með góð viðbrögð heldur ver hann boltann nær allaf úr hættu."

,,Frábær einn á móti einum, algjör ,,match winning" markvörður."

,,Með mikla spyrnugetu og býr yfir meiri tækni en margir útispilarar í deildinni."



Brot af öðrum ummælum:

Haraldur Björnsson ,,Verður góður ef rétt er farið með hann hjá Val."
Ögmundur Kristinsson ,,Gæti séð hann gera tilkall til landsliðsins eftir nokkur ár."
Abel Dhaira ,,Gaman að fylgjast með undrinu í Eyjamarkinu."
Fjalar Þorgeirsson ,,Með mikla reynslu og öruggur í sínum aðgerðum."
Ómar Jóhannsson ,,Skilar alltaf sínu."


ÁLITSGJAFARNIR:
Baldvin Guðmundsson (markmannsþjálfari), Þorsteinn Magnússon (þjálfari Aftureldingar), Þórður Þórðarson (þjálfari ÍA), Víðir Sigurðsson (blaðamaður á Morgunblaðinu), Tómas Þór Þórðarson (blaðamaður á DV), Páll Gísli Jónsson (markvörður ÍA), Magnús Þór Jónsson (fyrrum markvörður), Ólafur Pétursson (markmannsþjálfari), Jóhann Ólafur Sigurðsson (markvörður Selfoss), Trausti Sigurbjörnsson (markvörður Þróttar), Hjörvar Hafliðason (sérfræðingur á Stöð 2 Sport), Óskar Ófeigur Jónsson (blaðamaður á Fréttablaðinu/Vísi).

banner
banner
banner