Sancho, Sesko, Mac Allister, Ten Hag, Raya og fleiri góðir koma við sögu
banner
   mán 29. september 2008 13:40
Hörður Snævar Jónsson
Haraldur Björnsson í Val frá Hearts (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valsarar hafa gengið frá samningi við Harald Björnsson markvörð en hann hefur verið í herbúðum Hearts í Skotlandi frá árinu 2005.

Haraldur Björnsson er 19 ára gamall og uppalinn hjá Val. Þaðan fór hann til Hearts í Skotlandi sumarið 2005 og hefur nokkrum sinnum verið á varamannabekknum hjá aðalliði félagsins.

Skagamenn skoðuðu það að fá Harald í sínar raðir þegar Páll Gísli Jónsson meiddist fyrir tímabilið en meiðsli komu í veg fyrir félagaskipti hans til ÍA.

Haraldur er einn af efnilegri markvörðum landsins en hann á að baki sex leiki með U17 ára landsliðinu og tvo með U18.

Haraldur á einnig að baki sjö leiki með U21 en hann mun koma til með að berjast um markmanns stöðuna hjá Val við Kjartan Sturluson, landsliðsmarkvörð.
Athugasemdir
banner
banner