Ólafur Hrannar Kristjánsson er orðinn markahæsti leikmaður 1. deildar eftir að hann skoraði þrennu í kvöld í 6-1 sigri Leiknis á Hetti.
Leiknir lyfti sér upp úr fallsæti með sigrinum.
Leiknir lyfti sér upp úr fallsæti með sigrinum.
Lestu um leikinn: Leiknir R. 6 - 1 Höttur
„Um leið og við náðum inn einu marki vorum við ekki að fara til baka heldur keyrðum á þá," sagði Óli Hrannar eftir leik. Hann hélt á keppnisboltanum eftir leikinn en fékk ekki að eiga hann þrátt fyrir þrennuna.
„Ég fæ aldrei að eiga boltann, en fæ að halda á honum."
Óli skoraði einnig þrennu gegn Fjölni í fyrra og vildi þá eiga boltann eftir leik en fékk það ekki.
Stigin þrjú eru gott veganesti fyrir Leikni í næsta leik sem er gegn ÍR næsta þriðjudag.
„Það er alltaf gaman að spila á móti ÍR og það verður gaman að koma þangað, berjast eins og sígauni og taka stigin þrjú."
Viðtalið má sjá í heild í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir