Í kvöld var lið ársins í 2. deild karla opinberað á Úrillu Górillunni við Austurstræti. Fótbolti.net fylgdist vel með 2. deildinni í sumar og fékk þjálfara og fyrirliða deildarinnar til að velja lið keppnistímabilsins. Hér að neðan má líta það augum en einnig var opinberað val á þjálfara og leikmanni ársins og efnilegasta leikmanninum.
Markvörður:
Dejan Pesic (Völsungur)
Varnarmenn:
Halldór Bogason (KV)
Marko Blagojevic (Völsungur)
Milos Glogovac (KF)
Miðjumenn:
Farid Abdel Zato-Arouna (HK)
Hrannar Björn Steingrímsson (Völsungur)
Nenad Zivanovic (KF)
Bessi Víðisson (Dalvík/Reynir)
Sóknarmenn:
Wentzel Steinarr Ragnarsson Kamban (Afturelding)
Gunnar Kristjánsson (KV)
Þórður Birgisson (KF)
Varamannabekkur: Beitir Ólafsson (HK), Aron Bjarnason (HK), Tómas Agnarsson (KV), Hermann Albertsson (Dalvík/Reynir), Halldór Fannar Júlíusson (Völsungur), Birgir Magnússon (HK), Grétar Hjartarson (Reynir S.)
Aðrir sem fengu atkvæði:
Markverðir: Steinþór Már Auðunsson (Dalvík/Reynir)
Varnarmenn: Ragnar Mar Sigrúnarson (HK), Bjarki Aðalsteinsson (Reyni S.), Gunnar Jósteinsson (Völsungur), Eiríkur Ingi Magnússon (KF), Andy Pew (Hamar), Einar Marteinsson (Njarðvík), Haukur Ingvar Sigurbergsson (Fjarðabyggð), Leifur Andri Leifsson (HK), Sigurður Gunnar Sævarsson (Reynir S.), Auðunn Örn Gylfason (KV), Kristján Vilhjálmsson (KF), Sigurjón Fannar Sigurðsson (KF), Sveinbjörn Már Steingrímsson (Völsungur), Stefán Jón Sigurgeirsson (Völsungur), Dusan Ivkovic (Grótta).
Miðjumenn: Hafþór Mar Aðalgeirsson (Völsungur), Einar Bjarni Ómarsson (KV), Helgi Ármannsson (KFR), Jón Kári Eldon (KV), Magnús Már Einarsson (Afturelding), Pétur Þór Jaidee (Reynir S.), Guðmundur Gísli Gunnarsson (Reynir S.), Dejan Miljkovic (Fjarðabyggð), Sölvi Davíðsson (Grótta), Jökull Elísabetarson (KV).
Sóknarmenn: Davíð Birgisson (KV), Abdoulaye Ndiaye (Hamar), Einar Már Þórisson (KV).
Þjálfari ársins: Dragan Stojanovic - Völsungur
Dragan tók við Húsvíkingum síðastliðinn vetur eftir að hafa gert góða hluti með kvennalið Þór/KA undanfarin ár. Völsungi var spáð níunda sæti fyrir tímabilið en Dragan náði mögnuðum árangri með liðið sem sigraði á endanum deildina. Dragan fékk Dejan Pesic og Marko Blagojevic frá heimalandi sínu Serbíu og þeir áttu mikinn þátt í mögnuðu gengi Húsvíkinga sem fengu einungis fjögur mörk á sig á heimavelli í sumar.
Aðrir sem fengu atkvæði sem þjálfari ársins: Lárus Orri Sigurðsson (KF), Ragnar Gíslason (HK), Jens Elvar Sævarsson (Reyni)
Leikmaður ársins: Dejan Pesic - Völsungur
Dejan Pesic lék á sínum tíma með Rauðu Stjörnunni í Meistaradeildinni og hæfileikar hans komu í ljós í sumar. Völsungur fékk fæst mörk á sig í 1. deildinni í sumar og Dejan varði oft á tíðum frábærlega í markinu. Þessi reynslubolti er án efa einn besti markvörðurinn sem spilaði á Íslandi í ár.
Aðrir sem fengu atkvæði sem leikmaður ársins: Þórður Birgisson (KF), Milos Glogovac (KF), Nenad Zivanovic (KF), Farid Abdel Zato-Arouna (HK), Birgir Magnússon (HK)
Efnilegastur: Hrannar Björn Steingrímsson - Völsungur
Þrátt fyrir að vera einungis tvítugur að aldri var Hrannar fyrirliði hjá toppliði Völsungs. Eftir að hafa misst af byrjun mótsins vegna meiðsla kom Hrannar sterkur inn og leiddi Húsvíkinga upp um deild. Hrannar var öflugur á miðjunni og skoraði sex mörk í sumar en hann skoraði meðal annars magnað mark beint úr aukaspyrnu í lokaumferðinni gegn Njarðvík.
Aðrir sem fengu atkvæði sem efnilegastur: Farid Abdel Zato-Arouna (HK), Hafþór Mar Aðalgeirsson (Völsungur), Helgi Ármannsson (KFR), Ásgeir Sigurgeirsson (Völsungur).
Ýmsir molar:
- Dejan Pesic fékk algjöra yfirburðakosningu í vali á markverði ársins og var atkvæðahæstur í lið ársins ásamt Milos Glogovac, miðverði KF.
- Athyglisvert er að erfiðlega gekk hjá þjálfurum og fyrirliðum að velja bakverði í lið ársins og atkvæði í þær stöður dreifðust mjög.
- Leikmenn úr öllum liðum deildarinnar fengu atkvæði.
Stöðutaflan
L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir