Í kvöld var úrvalslið ársins í 2. deild karla opinberað á sportbarnum Úrillu Górillunni. Fótbolti.net fylgdist vel með deildinni í sumar og fékk þjálfara og fyrirliða deildarinnar til að velja lið keppnistímabilsins. Hér að neðan má berja það augum en einnig var opinberað val á þjálfara og leikmanni ársins og efnilegasta leikmanninum.
Markvörður:
Ásgeir Þór Magnússon (Höttur)
Varnarmenn:
Einar Marteinsson (Njarðvík)
Anton Ástvaldsson (Höttur)
Milos Glogovac (KF)
Bjarki Már Árnason (Tindasóll/Hvöt)
Miðjumenn:
Andri Hjörvar Albertsson (Fjarðabyggð)
Hermann Albertsson (Dalvík/Reynir)
Elfar Árni Aðalsteinsson (Völsungur)
Sóknarmenn:
Andri Fannar Freysson (Njarðvík)
Jóhann Magni Jóhannsson (Reynir)
Arnar Sigurðsson (Tindastóll/Hvöt)
Varamannabekkur: Gísli Eyland Sveinsson (m) (Tindastóll/Hvöt), Óttar Steinn Magnússon (Höttur), Stefán Þór Eysteinsson (Fjarðabyggð), Árni Einar Adolfsson (Tindastóll/Hvöt), Wentzel Steinarr Ragnarsson (Afturelding).
Aðrir sem fengu atkvæði:
Markverðir: Kjartan Páll Þórarinsson (Völsungur)
Varnarmenn: Jóhann Benediktsson (Fjarðabyggð), Sigurður Gunnar Sævarsson (Reynir), Andrew Pew (Árborg), Milan Markovic (Tindastóll/Hvöt), Halldór Bogason (Afturelding), Bjartmar Þorri Hafliðason (Höttur), Hörður Ingþór Harðarson (ÍH), Vignir Bollason (ÍH), Andri Þór Magnússon (Fjarðabyggð), Aðalsteinn Arnarson (Tindastóll/Hvöt), Sveinn Óli Birgisson (Dalvík/Reynir)
Miðjumenn: Ingvi Hrannar Ómarsson (Tindastóll/Hvöt), Stefán Þór Eyjólfsson (Höttur), Kristinn Björnsson (Dalvík/Reynir), Guðmundur Gísli Gunnarsson (Reynir), Dejan Miljkovic (Tindastóll/Hvöt), Magnús Örn Þórsson (Njarðvík), Almir Cosic (Árborg), Bjarki Baldvinsson (Völsungur), Ragnar Pétursson (Höttur), Ingimar Elí Hlynsson (KF), Magnús Már Einarsson (Afturelding), Jóhann Hreiðarsson (Dalvík/Reynir), Gabríel Reynisson (KF), Atli Arnarson (Tindastóll/Hvöt), Elvar Þór Ægisson (Höttur), Gunnar Már Magnússon (Dalvík/Reynir), Ágúst Örlaugur Magnússon (Hamar), Gísli Baldvinsson (KF), Friðrik Ingi Þráinsson (Höttur).
Sóknarmenn: Pétur Þór Jaidee (Reynir), Mirnes Smajlovic (Fjarðabyggð), Bessi Víðisson (Dalvík/Reynir), Þórður Birgisson (KF), Milan Lazarevic (KF), Þorsteinn Þorsteinsson (Reynir).
Þjálfari ársins: Eysteinn Húni Hauksson (Höttur)
Þetta var fyrsta tímabil Eysteins sem þjálfari Hattar og einnig fyrsta tímabil hans sem meistaraflokksþjálfari. Hann kom hann liðinu upp en fyrir tímabilið setti liðið sér það markmið.
Aðrir sem fengu atkvæði sem þjálfari ársins:Halldór Jón Sigurðsson (Tindastóll/Hvöt), Jón Aðalsteinn Kristjánsson (Hamar)
Leikmaður ársins: Ásgeir Þór Magnússon (Höttur)
Ungur markvörður sem var að stíga upp úr 2. flokki Vals og kom til Hattar á lánssamningi. Á stóran þátt í því að Höttur komst upp. Í sumar spilaði hann sinn fyrsta leik fyrir U21-landslið Íslands.
Aðrir sem fengu atkvæði sem leikmaður ársins: Jóhann Magni Jóhannsson (Reynir), Arnar Sigurðsson (Tindastóll/Hvöt), Anton Ástvaldsson (Höttur), Pétur Þór Jaidee (Reynir), Óttar Steinn Magnússon (Höttur), Hermann Albertsson (Dalvík/Reynir), Bjarki Már Árnason (Tindastóll/Hvöt), Stefán Þór Eysteinsson (Fjarðabyggð)
Efnilegasti leikmaður ársins Andri Fannar Freysson (Njarðvík)
Uppalinn Njarðvíkingur sem fékk tækifæri í 1. deildinni í fyrra. Æfði lítið síðasta vetur þar sem hann var í körfubolta. Skoraði sautján mörk í deildinni átján ára gamall.
Aðrir sem fengu atkvæði sem efnilegastur: Ásgeir Þór Magnússon (Höttur), Árni Arnarson (Tindastóll/Hvöt), Ragnar Pétursson (Höttur), Ingimar Elí Hlynsson (KF), Andri Sveinsson (KF).
Ýmsir molar:
- Ásgeir Þór fékk flest atkvæði allra í lið ársins.
- Andri Fannar hafði mikla yfirburði í vali á efnilegasta leikmanninum en sjö atkvæði voru í næsta mann.
- Atkvæðin milli miðjumanna deildarinnar dreifðust mjög mikið.
- Leikmenn úr öllum liðum deildarinnar fengu atkvæði í valinu.