þri 28. maí 2013 12:00
Magnús Már Einarsson
Bestur í 5. umferð: Vanur því að spila á kantinum
Jóhann Þórhallsson (Þór)
Mynd: Fótbolti.net - Torfi Jóhannsson
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Mynd: Heimasíða Þórs
,,Ég spilaði þarna í fimm ár þannig að ég var eiginlega á heimavelli," segir Jóhann Þórhallsson leikmaður 5. umferðar í Pepsi-deild karla að mati Fótbolta.net.

Jóhann fór á kostum gegn sínum gömlu félögum í Fylki í fyrradag en Þórsarar höfðu betur 4-1 í leik liðanna í Árbænum.

,,Við Þórsarar erum ekki vanir að vinna á útivelli þannig að þetta kom skemmtilega á óvart. Við náðum líka góðum leik og vorum ánægðir með spilamennskuna."

,,Við vorum hálfbrotnir eftir fyrstu þrjá leikina en þetta gefur okkur sjálfstraust. Við eigum einhvern séns í þessi lið."


Chuck Chijindu er mættur í fremstu víglínu Þórs og hann hefur stimplað sig inn með því að skora í síðustu tveimur leikjum.

,,Hann er mjög öflgur í að halda bolta og hann er skemmtilegur leikmaður. Hann kemur til með að hjálpa kantmönnunum mikið. Hann heldur boltanum vel og getur sent hann aftur á miðjumennina sem geta stungið meira á kantmennina," sagði Jóhann sem hefur sjálfur leikið á kantinum síðustu tvo leiki.

,,Ef maður fær að spila einhverjar mínútur þá er maður sáttur. Ég er vanur því að spila á kantinum."

Þórsarar eiga leik strax á fimmtudag þegar liðið fær Stjörnuna í heimsókn í Borgunarbikarnum.

,,Það verður mjög erfiður leikur. Stjarnan er með gríðarlega stóran og öflugan hóp og þeir verða mjög erfiðir. Við ætlum að slá þá út."

Þórsvöllur er að komast í betra stand eftir erfitt tíðarfar á Norðurlandi í vetur.

,,Völlurinn er í rauninni ótrúlega góður miðað við hvernig veðurfarið er búið að vera. Í dag er mjög gott veður og hver dagur skiptir máli. Sumarið er komið," sagði Jóhann glaðbeittur að lokum.

Sjá einnig:
Bestur í 1. umferð - Árni Vilhjálmsson (Breiðablik)
Bestur í 2. umferð - Baldur Sigurðsson (KR)
Bestur í 3. umferð - Elfar Árni Aðalsteinsson (Breiðablik)
Bestur í 4. umferð - Róbert Örn Óskarsson (FH)
Athugasemdir
banner
banner
banner