Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   þri 07. maí 2013 10:30
Magnús Már Einarsson
Bestur í 1. umferð: Búinn að jafna markahlutfallið síðan í fyrra
Árni Vilhjálmsson (Breiðablik)
Mynd: Fótbolti.net - Torfi Jóhannsson
Mynd: Fótbolti.net - Torfi Jóhannsson
Mynd: Fótbolti.net - Torfi Jóhannsson
Mynd: Fótbolti.net - Torfi Jóhannsson
,,Ég bjóst svo sem alveg við þessu. Við erum með lið sem getur gert það gott í sumar," sagði Árni Vilhjálmsson við Fótbolta.net í dag aðspurður út í 4-1 sigur á Þór í fyrstu umferð Pepsi-deildarinnar.

Árni skoraði tvívegis í leiknum og lagði upp eitt mark en hann er leikmaður fyrstu umferðar hér á Fótbolta.net.

,,Það er frábært að skora tvö mörk í einum leik. Ég skoraði tvö mörk í fyrra og ætla að gera betur en það í sumar. Ég er búinn að jafna markahlutfallið síðan í fyrra og það er frábært."

Árni var í láni hjá Haukum síðari hlutann á síðasta tímabili og hann segir það hafa hjálpað sér.

,,Ég lærði mikið þar og þroskaðist mikið á því að fara í fyrstu deildina," sagði Árni sem hefur bætt leik sinn mikið í vetur.

,,Ég hef bætt líkamlegan styrk mikið. Ég er búinn að vinna mikið í líkamanum. Við erum með styrktarþjálfara sem heitir Jóhannes og hann er búinn að taka okkur í gegn."

Árni hefur spilað á báðum köntunum og sem fremsti maður hjá Breiðabliki. ,,Þessar þrjár stöður henta allar ágætlega. Sóknarmennirnir spila nánast allir þessar stöður og það fer eftir leikjum hvar er best að spila."

Hinn 18 ára gamli Árni var ekki valinn í U21 árs landsliðshópinn sem mætti Hvíta-Rússlandi í mars síðastliðnum.

,,Það voru smá vonbrigði en þjálfarinn velur þetta. Ég var búinn að vera svolítið meiddur á þessum tíma og ekki búinn að spila mikið. Það voru viss vonbrigði en maður getur ekkert verið að kvarta, maður heldur bara áfram."

,,Það er alltaf markmiðið að spila fyrir Íslands hönd og ef ég spila nógu vel með Blikunum þá sé ég alveg fyrir mér að vera valinn í næsta hóp."


Breiðablik heimsækir ÍBV í annarri umferðinni í Pepsi-deildinni næstkomandi sunnudag.

,,Það verður virkilega erfitt. Það er erfitt að spila á móti ÍBV og hvað þá úti. Við förum í þennan leik fullir sjálfstraust og reynum að standa okkur vel, þá eru allir vegir færir held ég," sagði Árni sem bíður spenntur eftir að kljást við David James.

,,Virkilega. Það er flott að fá svona kall í deildina og það væri ekki leiðinlegt að ná að pota einu á hann. Fyrst og fremst væri gaman ef við gætum unnið þetta flott lið hjá ÍBV," sagði Árni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner