Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 16. júlí 2013 14:15
Magnús Már Einarsson
Bestur í 11. umferð: Vona að það komi einhverjar hringingar
Ögmundur Kristinsson (Fram)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hrafnhildur Heiða Gunnlaugsdóttir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
,,Ég er mjög ánægður með þetta. Þetta gekk mjög vel á móti KR. Liðið spilaði vel og þetta voru góð úrslit fyrir okkur," sagði Ögmundur Kristinsson markvörður Fram við Fótbolta.net í dag en hann er leikmaður elleftu umferðar í Pepsi-deildinni hjá Fótbolta.net.

Ögmundur var öflugur á milli stanganna í 2-1 sigri Fram á KR í fyrrakvöld. Kristinn Ingi Halldórsson skoraði sigurmarkið fyrir Fram þegar hann slapp í gegn á 75. mínútu.

,,Þeir lágu ágætlega á okkur í síðari hálfleik en við vissum að við ættum inni í pokahorninu að geta sett boltann inn fyrir hjá þeim. Við gerðum það og skoruðum mark."

Stefna á topp þrjá:
Þjálfaraskipti urðu hjá Fram í síðasta mánuði þegar Ríkharður Daðason tók við af Þorvaldi Örlygssyni.

,,Mér fannst liðið spila ágætlega þegar Toddi var að þjálfa en það komu ný andlit og ákveðinn ferskleiki með þeim og þetta hefur gengið ágætlega."

Framar náðu með sigrinum á KR að komast upp í sjöunda sæti deildarinnar en liðið er með fimmtán stig.

,,Maður er ekkert sáttur í sjöunda sæti í deildinni. Við stefnum á að taka eins mörg stig og við getum og koma okkur upp í topp þrjá," sagði Ögmundur um stöðu Fram íí deildinni.

Vill fara í atvinnumennsku:
Ögmundur hefur verið viðloðandi íslenska landsliðshópinn undanfarið ár og hann segist hafa lært mikið á því.

,,Það er frábær reynsla að vera í þeim hóp. Það hefur gefið manni aukið sjálfsraust og ákveðna þekkingu á leiknum. Þjálfarateymið hefur staðið sig vel og þeir hafa gefið manni innsýn og góða punkta sem maður getur tekið með sér," sagði Ögmundur sem stefnir á atvinnumennsku erlendis.

,,Maður horfir alltaf erlendis og vonar að það gerist eitthvað. Eins og staðan er í dag þá er ég í Fram en auðvitað vonar maður að það komi einhverjar símhringingar."

Næsti leikur Framara er gegn Víkingi frá Ólafsvík næstkomandi mánudagskvöld.

,,Við erum búnir að spila tvisvar við þá, í fyrsta leik og í bikarnum. Báðir leikirnir hafa verið erfiðir. Þeir eru með fínt lið og þeir spiluðu vel gegn Val í gær miðað við það sem ég sá úr þeim leik. Við þurfum að undirbúa okkur vel undir þann leik og taka þrjú stig," sagði Ögmundur að lokum.

Sjá einnig:
Bestur í 1. umferð - Árni Vilhjálmsson (Breiðablik)
Bestur í 2. umferð - Baldur Sigurðsson (KR)
Bestur í 3. umferð - Elfar Árni Aðalsteinsson (Breiðablik)
Bestur í 4. umferð - Róbert Örn Óskarsson (FH)
Bestur í 5. umferð - Jóhann Þórhallsson (Þór)
Bestur í 6. umferð - Halldór Orri Björnsson (Stjarnan)
Bestur í 7. umferð - Hólmbert Friðjónsson (Fram)
Bestur í 8. umferð - Eiður Aron Sigurbjörnsson (ÍBV)
Bestur í 9. umferð - Gary Martin (KR)
Athugasemdir
banner
banner