Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 23. júlí 2013 13:00
Magnús Már Einarsson
Bestur í 12. umferð: Stefni á að fara aftur út í janúar
Ásgeir Börkur Ásgeirsson (Fylkir)
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hrafnhildur Heiða Gunnlaugsdóttir
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
,,Þetta var góður sigur á sunnudaginn og það er ekki verra að fá svona viðurkenningu," sagði Ásgeir Börkur Ásgeirsson við Fótbolta.net í dag en hann er leikmaður 12. umferðar í Pepsi-deildinni.

Ásgeir var frábær í 3-1 útisigri Fylkis á Val á sunnudag en það var fyrsti sigur Árbæinga í sumar.

,,Þetta small allt saman, hvort sem það var mér að þakka eða ekki. Það voru allir að spila vel og við gjörsamlega rúlluðum yfir Valsarana," sagði Ásgeir Börkur sem small beint inn í liðið.

,,Ég hef spilað margoft með þessum gaurum og ég var að koma inn í það sama og ég hef verið í síðustu ár."

Ömurlegt að fylgjast með frá Noregi:
Ásgeir Börkur var að leika sinn fyrsta leik með Fylki í sumar eftir að hafa verið á láni hjá Sarpsborg í Noregi. Hann segir það hafa verið erfitt að fylgjast með Fylki úr fjarlægð.

,,Það hefur verið ömurlegt. Ég er búinn að vera duglegur að fylgjast með þessu og það hefur verið súrt að horfa á hvern leikinn á fætur öðrum sem fer í súginn. Ég hef líka verið í sambandi við strákana og heyrt hvað þeir hafa að segja. Það hefur oft vantað lítið upp á, við höfum spilað ágætlega en ekki náð úrslitunum. Það kom á sunnudaginn."

Hefði viljað vera áfram úti:
Ásgeir Börkur var lánaður til Sarpsborg í vor og hann hefði viljað vera lengur hjá félaginu.

,,Að sjálfsögðu. Þetta var draumurinn að vera þarna úti og spila fótbolta á svona góðu leveli. Eins og staðan er í dag þá er glaður að vera kominn heim og mun leggja mig fram við að hjálpa liðinu að klifra upp töfluna," sagði Ásgeir Börkur sem stefnir aftur á atvinnumennsku erlendis.

,,Það er á dagskránni, það er engin spurning. Ég stefni á að koma mér aftur út í janúar."

Sarpsborg er í neðri hlutanum í norsku úrvalsdeildinni en Ásgeir Börkur var mjög ánægður í herbúðum félagsins.

,,Ég held að ég hafi verið rosalega heppinn með lið og liðsfélaga. Allir í liðinu er góðir í fótbolta og allar æfingar voru sendingar æfingar eða gengu út á að halda boltanum innan liðsins. Þegar maður æfir svoleiðis tvisvar á dag þá er óhjákvæmilegt að verða betri og ég held að ég hafi bætt mig helling sem fótboltamaður."

Íslendingarnir að standa sig vel:
Guðmundur Þórarinsson, Haraldur Björnsson og Þórarinn Ingi Valdimarsson eru allir á mála hjá Sarpsborg.

,,Þeir eru að standa sig rosalega vel Tóti og Gummi. Halli er búinn að vera meiddur frá því í janúar en hann á eftir að komast á skrið og verða markmaður númer eitt þarna."

Næsti leikur Fylkismanna er á sunnudag en þá koma Framarar í heimsókn í lautina.

,,Ég held að við þurfum að halda okkur á jörðinni. Þótt við höfum spilað vel síðasta sunnudag þá er ekki sjálfgefið að við spilum vel næst. Við þurfum að leggja ennþá meira á okkur og verða ennþá meira klárir ef við ætlum að leggja Framarana. Ég hef trú á því að við gerum það," sagði Ásgeir Börkur að lokum.

Sjá einnig:
Bestur í 1. umferð - Árni Vilhjálmsson (Breiðablik)
Bestur í 2. umferð - Baldur Sigurðsson (KR)
Bestur í 3. umferð - Elfar Árni Aðalsteinsson (Breiðablik)
Bestur í 4. umferð - Róbert Örn Óskarsson (FH)
Bestur í 5. umferð - Jóhann Þórhallsson (Þór)
Bestur í 6. umferð - Halldór Orri Björnsson (Stjarnan)
Bestur í 7. umferð - Hólmbert Friðjónsson (Fram)
Bestur í 8. umferð - Eiður Aron Sigurbjörnsson (ÍBV)
Bestur í 9. umferð - Gary Martin (KR)
Bestur í 9. umferð - (Ögmundur Kristinsson (Fram)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner