Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 30. júlí 2013 16:15
Elvar Geir Magnússon
Bestur í 13. umferð: Hefði valið Bandaríkin eins og Aron
Kristinn Freyr Sigurðsson (Valur)
Kristinn Freyr í leiknum gegn ÍA í gær.
Kristinn Freyr í leiknum gegn ÍA í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Einu af þremur mörkum hans í gær fagnað.
Einu af þremur mörkum hans í gær fagnað.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kristinn Freyr Sigurðsson, leikmaður Vals, skoraði þrennu í ótrúlegum fótboltaleik milli Vals og ÍA í 13. umferð Pepsi-deildarinnar í gær. Valur vann 6-4 og er Kristinn leikmaður umferðarinnar.

„Þetta er leikur sem maður mun líklega aldrei gleyma. Þetta var klikkaðasti leikur sem ég hef spilað. Það er erfitt að finna svör við því hvað gerist í þessum leik. Við hefðum hæglega getað skorað fleiri mörk en þessi sex," segir Kristinn.

Eins og helmingur marka Lampard
Einhver umræða fór í gang eftir leikinn hvort tvö af mörkum Kristins ætti að skrá sem sjálfsmörk en hann fær öll þrjú skráð á sig.

„Boltinn er alltaf á leiðinni á markið í báðum þeim tilfellum. Þó hann hafi farið í varnarmann þá finnst mér að leikmaðurinn sem skýtur eigi markið ef boltinn var á leið á rammann. Hversu mörg mörk hefur Frank Lampard fengið skráð á sig þar sem hann skýtur í varnarmann og inn? Það er örugglega helmingur marka hans."

Kristinn fór vel af stað með Val á tímabilinu en datt svo í lægð að eigin sögn.

„Ég byrjaði vel en svo datt ég aðeins niður en vonandi mun þetta hjálpa mér að rífa mig aftur í gang og vonandi held ég áfram á sömu braut."

Rétt ákvörðun hjá Aroni
Aðalumræðuefnið í boltanum hér heima er ákvörðun Arons Jóhannssonar að leika fyrir bandaríska landsliðið. Kristinn og Aron eru mjög góðir vinir og skilur Kristinn þessa ákvörðun fullkomlega.

„Það er nokkuð síðan ég vissi þetta. Fyrir mína parta skil ég Aron mjög vel. Þegar hann var hérna í fríi vorum við mikið saman og ég sagði við hann að mér þætti að hann ætti að velja Bandaríkin. Líkurnar á að spila á HM eru bara mun meiri heldur en ef þú ert í íslenska landsliðinu. Ég hefði líklega gert það sama hefði ég átt möguleika á þessu," segir Kristinn.

„Hann er bara að auka líkurnar á því að geta spilað á HM. Við höfum spjallað mikið um þetta en hann er að setja veraldarvefinn á hvolf með þessari ákvörðun. Það er ótrúlegt. Mér finnst í raun ótrúlegt hvað fólk nennir að pæla í þessu."

„Aron er frábær leikmaður og á undirbúningstímabilinu með AZ Alkmaar hefur hann verið á eldi strákurinn. Ef hann heldur því áfram getur Klinsmann ekki litið framhjá honum," segir Kristinn Freyr Sigurðsson.

Sjá einnig:
Bestur í 12. umferð - Ásgeir Börkur Ásgeirsson (Fylkir)
Bestur í 11. umferð - Ögmundur Kristinsson (Fram)
Bestur í 9. umferð - Gary Martin (KR)
Bestur í 8. umferð - Eiður Aron Sigurbjörnsson (ÍBV)
Bestur í 7. umferð - Hólmbert Friðjónsson (Fram)
Bestur í 6. umferð - Halldór Orri Björnsson (Stjarnan)
Bestur í 5. umferð - Jóhann Þórhallsson (Þór)
Bestur í 4. umferð - Róbert Örn Óskarsson (FH)
Bestur í 3. umferð - Elfar Árni Aðalsteinsson (Breiðablik)
Bestur í 2. umferð - Baldur Sigurðsson (KR)
Bestur í 1. umferð - Árni Vilhjálmsson (Breiðablik)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner