fös 23. ágúst 2013 15:30
Magnús Már Einarsson
Bestur í 14. umferð: Má nota hægri meira
Óskar á sprettinum í leiknum gegn Þór.
Óskar á sprettinum í leiknum gegn Þór.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fjórtánda umferðin í Pepsi-deild karla kláraðist í gær. Óskar Örn Hauksson er leikmaður 14. umferðar en hann skoraði tvö mörk þegar KR sigraði Þór 3-1 í þessari umferð fyrr í mánuðinum.

,,Þeir áttu færi á fyrstu mínútunum en síðan tókum við yfir leikinn og hefðum átt að vera í betri stöðu í hálfleik," sagði Óskar þegar hann rifjaði upp sigurinn.

Óskar skoraði laglegt mark með hægri fæti eftir góðan einleik í síðari hálfleiknum.

,,Ég held að ég sé betri en margir vinstri fótar menn með hægri þannig að maður má nota hægri meira. Það er ekki spurning."

Óskar bætti við öðru marki úr vítaspyrnu. Bjarni Guðjónsson hafði skorað úr vítaspyrnu fyrr í leiknum en Óskar fór á punktinn þegar KR fékk annað víti.

,,Rúnar (Kristinsson þjálfari KR) vill ekki að sami maður taki vítin. Hann er þjálfarinn og hann kallaði þetta. Kjarri (Kjartan Henry Finnbogason) er okkar aðalvítaskytta en hann var ekki inn á og þá eru Bjarni og ég næstir."

Leikur Breiðabliks og KR var flautaður af eftir einungis fjórar mínútur um síðustu helgi eftir að Elfar Árni Aðalsteinsson fékk höfuðhögg.

,,Þetta var útspark hjá Gulla og ég var þarna vinstra megin á meðan hnann (Elfar) var hjá hægri hafsentnum okkar. Þetta leit hræðilega út en það er gott að þetta var ekki alvarlegra en raunin er," sagði Óskar Örn um sína sýn á atvikið.

Óskar Örn segir að atvikið hafi ekki haft áhrif á KR-inga í vikunni.

,,Eins og Óli Kristjáns orðaði það vel þá bundum við slafu á þetta á mánudaginn. Við afgreiddum þetta þá. Það var ekki erfitt því að Elfar er í ágætis málum í dag og það var vitað þá."

KR fær FH í heimsókn í toppbaráttuslag á sunnudag og Óskar er spenntur fyrir þeim leik.

,,Það er alltaf gaman að spila á móti bestu liðunum. Staðan er þannig að þetta er hrikalega mikilvægur leikur upp á framhaldið fyrir bæði lið. Það verður allt lagt undir," sagði Óskar að lokum.

Sjá einnig:
Bestur í 15. umferð - Haukur Páll Sigurðsson (Valur)
Bestur í 13. umferð - Kristinn Freyr Sigurðsson (Valur)
Bestur í 12. umferð - Ásgeir Börkur Ásgeirsson (Fylkir)
Bestur í 11. umferð - Ögmundur Kristinsson (Fram)
Bestur í 9. umferð - Gary Martin (KR)
Bestur í 8. umferð - Eiður Aron Sigurbjörnsson (ÍBV)
Bestur í 7. umferð - Hólmbert Friðjónsson (Fram)
Bestur í 6. umferð - Halldór Orri Björnsson (Stjarnan)
Bestur í 5. umferð - Jóhann Þórhallsson (Þór)
Bestur í 4. umferð - Róbert Örn Óskarsson (FH)
Bestur í 3. umferð - Elfar Árni Aðalsteinsson (Breiðablik)
Bestur í 2. umferð - Baldur Sigurðsson (KR)
Bestur í 1. umferð - Árni Vilhjálmsson (Breiðablik)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner