Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 06. júní 2014 16:30
Alexander Freyr Tamimi
Bestur í 1. deild: Leiðir á þunga loftinu í Egilshöll
Leikmaður 4. umferðar: Tómas Agnarsson (KV)
Tómas Agnarsson er leikmaður 4. umferðar.
Tómas Agnarsson er leikmaður 4. umferðar.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
„Við erum gríðarlega ánægðir með það að Þróttararnir hafi leyft okkur að vera þarna á þeirra velli. Við vorum náttúrulega orðnir dauðleiðir á að spila í Egilshöllinni í þungu lofti, og það er frábært að spila úti.
„Við erum gríðarlega ánægðir með það að Þróttararnir hafi leyft okkur að vera þarna á þeirra velli. Við vorum náttúrulega orðnir dauðleiðir á að spila í Egilshöllinni í þungu lofti, og það er frábært að spila úti.
Mynd: Fótbolti.net - Raggi Óla
„Er það ekki bara gamla klisjan, þegar lið er nýliði í deild að það vilji halda sér þar?
„Er það ekki bara gamla klisjan, þegar lið er nýliði í deild að það vilji halda sér þar?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tómas Agnarsson, fyrirliði KV, var frábær í miðverðinum þegar liðið tók sig til og vann 5-0 sigur gegn BÍ/Bolungarvík á Ísafirði í 1. deildinni síðasta laugardag.

Tómas er leikmaður umferðarinnar á Fótbolta.net að sinni, þó hann vilji að vísu sjálfur meina að félagi sínum í miðverðinum eigi þessa nafnbót skilið.

„Ég verð nú að segja að þetta var ekki minn besti fótboltaleikur, og mér fannst maðurinn við hliðina á mér, Benis Krasniqi, eiginlega eiga þetta frekar skilið. En hann skoraði náttúrulega ekki eins og kallinn,“ sagði Tómas léttur við Fótbolta.net.

Kjensi er ekki að fara að skora með skalla
Upphaflega var markið hans Tómasar fyrir mistök skráð á liðsfélaga hans, Kristin Jens Bjartmarsson, og Tómas var að vonum ekki sáttur með það.

„Það gerist nú ekki svo oft að maður skori, þannig að hafði nú eiginlega ekkert efni á því að þetta væri vitlaust skráð. Ég held að markið hafi verið skráð á Kristinn Jens, en hann er náttúrulega ekki hærri heldur en 1.70 þannig að hann er ekkert að fara að skora með skalla,“ sagði Tómas, sem viðurkennir að stórsigurinn fyrir vestan hafi komið á óvart.

„Ég verð nú að viðurkenna að ég bjóst ekki við þessu. Við lögðum upp með að koma í leikinn og pressa hátt á þá, og þeir bjuggust klárlega ekki við því. Svo komumst við í 1-0 um miðjan fyrri hálfleikinn og þeir missa mann af velli. Þeir þurfa svo að færa sig framar til að reyna að jafna, og þá opnast allt hjá þeim og við göngum á lagið. En ég bjóst ekki við því að við myndum vinna þetta svona stórt, þó svo að ég hafi alveg haft trú á því að við gætum tekið þetta.“

Gríðarlega ánægður með nýjan "heimavöll"
Sigurinn gegn BÍ/Bolungarvík var fyrsti sigur KV í næst efstu deild, en liðið hafði gert jafntefli við Tindastól og tapað gegn HK og Leikni.

„Við vorum búnir að vera í smá basli og þessi sigur er góður fyrir okkur. Ég var nú reyndar ekki með gegn Tindastóli en mér skildist að það hefði átt að vera nokkuð klár sigur og svekkjandi að klára það ekki. En það var kannski smá stress í mönnum, sérstaklega eftir að þeir minnka muninn í 2-1, og menn vissu kannski ekki alveg hvernig þeir ættu að halda þessu,“ sagði Tómas.

Á dögunum bárust þær fréttir að KV muni spila heimaleiki sína það sem eftir er tímabils á gervigrasinu í Laugardal, en fram að þessu höfðu þeir verið í Egilshöll. Tómas fagnar breytingunni.

„Við erum gríðarlega ánægðir með það að Þróttararnir hafi leyft okkur að vera þarna á þeirra velli. Við vorum náttúrulega orðnir dauðleiðir á að spila í Egilshöllinni í þungu lofti, og það er frábært að spila úti. Svo er það nú bara þannig að yfir sumarið, þá nennir fólk ekki að vera inni að horfa á leiki og vill frekar vera úti. Vissulega hefðum við helst viljað vera á KV Park, sem er algert vígi fyrir okkur, ég held við höfum ekki tapað þar í ár eða svo, en við erum virkilega ánægðir með að vera komnir út,“ sagði Tómas, sem segir að markmið KV sé fyrst og fremst að halda sér uppi.

„Er það ekki bara gamla klisjan, þegar lið er nýliði í deild að það vilji halda sér þar? Við erum í raun ekkert að gera eins og mörg önnur lið, sem setja sér það markmið að taka einhverja fjóra eða fimm leiki og skoða svo stöðuna. Við reynum bara að hafa gaman af þessu.“

Sjá einnig:
Leikmaður 2. umferðar - Óttar Bjarni Guðmundsson (Leiknir R)
Leikmaður 1. umferðar - Vilhjálmur Pálmason (Þróttur)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner