Liverpool reynir aftur við Zubimendi - Isak til Arsenal - Wirtz á óskalista Bayern
   mán 19. maí 2014 14:45
Alexander Freyr Tamimi
Bestur í 1. deild: Hef spilað með sex eða sjö í hafsentnum
Leikmaður 2. umferðar - Óttar Bjarni Guðmundsson
Óttar Bjarni Guðmundsson.
Óttar Bjarni Guðmundsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við erum bara mjög ánægðir með að byrja þetta á þennan hátt. Á sama tíma í fyrra vorum við með tvö stig, en nú erum við með sex stig.
„Við erum bara mjög ánægðir með að byrja þetta á þennan hátt. Á sama tíma í fyrra vorum við með tvö stig, en nú erum við með sex stig.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Hann (Eyjólfur Tómasson) er búinn að vera frábær það sem af er þessu tímabili. Hann er búinn að verja vel og æfa vel í vetur, það er frábært að hafa hann í toppformi þarna fyrir aftan sig. Það gefur manni sjálfstraust.
„Hann (Eyjólfur Tómasson) er búinn að vera frábær það sem af er þessu tímabili. Hann er búinn að verja vel og æfa vel í vetur, það er frábært að hafa hann í toppformi þarna fyrir aftan sig. Það gefur manni sjálfstraust.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Óttar Bjarni Guðmundsson, miðvörður Leiknis R, er leikmaður umferðarinnar í 1. deildinni hér á Fótbolta.net.

Óttar Bjarni gegndi lykilhlutverki í vörn Leiknis og skoraði að auki eitt mark í 2-0 sigri Breiðhyltinganna gegn BÍ/Bolungarvík á laugardaginn og var hann að vonum ánægður með sigurinn.

„Þetta var hörkuleikur og við náðum bara að nýta okkar færi. Þeir fengu alveg sín færi í leiknum en náðu ekki að hnýta endahnútinn í sínar sóknir sem betur fer. Við náðum að klára okkar og það skilaði okkur sigri í hús,“ sagði Óttar Bjarni við Fótbolta.net.

Ég hleyp bara á þetta
Þrátt fyrir að vera miðvörður er Óttar kominn með tvö mörk úr fyrstu þremur leikjum tímabilsins, en hann skoraði einnig í tapinu gegn ÍR í bikarnum.

„Það er alltaf gaman að skora, en ég geri nú minnst af þessu sjálfur. Strákarnir bomba þessu bara inn í teiginn og ég hleyp bara á þetta. Það er voða lítið sem ég er búinn að gera, þeir eru búnir að vinna alla vinnuna fyrir mig,“ sagði Óttar.

Eyjólfur Tómasson, markvörður Leiknis, varði vítaspyrnu í stöðunni 2-0 í leiknum og segir Óttar að hann hafi verið frábær í markinu það sem af er tímabils og frá því í vetur.

„Það var bara frábært, hann er búinn að vera frábær það sem af er þessu tímabili. Hann er búinn að verja vel og æfa vel í vetur, það er frábært að hafa hann í toppformi þarna fyrir aftan sig. Það gefur manni sjálfstraust,“ sagði Óttar, sem er einnig mjög ánægður með að vera kominn með Edvard Börk Óttharsson sér við hlið í miðverðinum.

„Ég er mjög ánægður með Edda. Á mínum stutta ferli hef ég spilað með sex eða sjö mönnum í hafsent hjá Leikni, þannig að maður er orðinn ansi vanur því að fá nýja menn inn. En ég vona að samstarfið við Edda sé byrjunin á einhverju góðu. Hann er yndislegur strákur og hrikalega gaman að vera í kringum hann.“

Voru með tvö stig á sama tíma í fyrra
Óttar Bjarni er fæddur á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ísafirði og ólst upp fyrir vestan, en flutti ungur í Breiðholtið. Hann ber þó tilfinningar til Vestfjarðanna, en ekki endilega til knattspyrnufélagsins BÍ/Bolungarvíkur.

„Það eru alltaf tilfinningar til heimahaganna, maður gleymir því aldrei. Ég fæddist þarna 90 og var þarna uppalinn og flutti svo 95 í Breiðholtið, og hef að mestu leiti verið þar síðan, fyrir utan tvö ár um aldamótin þar sem ég bjó fyrir vestan,“ sagði Óttar.

,,Ég á fullt af ættingjum og vinum fyrir vestan, en ég hef svosum aldrei spilað með BÍ/Bolungarvík svo tilfinningarnar til liðsins sjálfs eru ekkert miklar, en það eru tilfinningar til Vestfjarðanna. En það er alltaf gaman að spila á móti BÍ, ég ber mikla virðingu fyrir þeim.“

Óttar er ánægður með góða byrjun Leiknisliðsins, sem hefur byrjað tímabilið á sigrum gegn Grindavík og BÍ/Bolungarvík í fyrstu tveimur leikjum sínum.

„Við erum bara mjög ánægðir með að byrja þetta á þennan hátt. Á sama tíma í fyrra vorum við með tvö stig, en nú erum við með sex stig. Þetta er það sem við ætluðum okkur, að gera betur en í fyrra, og þessi byrjun er skref í rétta átt,“ sagði Óttar, sem býst við jafnri dield líkt og í fyrra.

„Ég held klárlega að þetta verði svipuð deild og í fyrra, því það eru mörg frábær lið þarna. Grindavík, Haukar, Þróttarar, Víkingur Ó og ÍA, svo ég taki sem dæmi. Þessi deild mun ráðast á síðustu metrunum, bæði á botni og toppi. Við ætlum að reyna að halda í þessa góðu byrjun og reyna að gera betur en í fyrra. Eins og Óli Kristjáns sagði, svo verður bara talið í lokin upp úr hattinum.“

Sjá einnig:
Leikmaður 1. umferðar - Vilhjálmur Pálmason (Þróttur)
Athugasemdir
banner