Viðtöl á leiðinni
Valur 2 - 0 KR
1-0 Bjarni Ólafur Eiríksson ('71)
2-0 Kristinn Ingi Halldórsson ('87)
Lestu nánar um leikinn
1-0 Bjarni Ólafur Eiríksson ('71)
2-0 Kristinn Ingi Halldórsson ('87)
Lestu nánar um leikinn
Valur er bikarmeistari árið 2015 eftir mjög svo sanngjarnan 1-0 sigur gegn KR í úrslitaleiknum á Laugardalsvelli í dag. Þeir rauðklæddu sköpuðu sér öll bestu færin í leiknum og það var afar lítið í gangi hjá Vesturbæingum.
Það var Stefáni Loga Magnússyni að þakka að staðan var markalaus í fyrri hálfleik. Hann varði í tvígang alveg frábærlega úr dauðafærum frá Val, fyrst frá Hauki Páli Sigurðssyni og síðan Kristni Frey Sigurðssyni. Meistaralegar markvörslur hjá Stefáni Loga, en KR-ingar ógnuðu varla marki Vals fyrir utan eitt langskot frá Jónasi Guðna Sævarssyni sem fór rétt yfir markið.
Seinni hálfleikurinn var svipaður og sá fyrri, Valsmenn voru sterkari aðilinn. Kristinn Ingi Halldórsson átti algjör dauðafæri eftir frábæra fyrirgjöf frá Sigurði Agli en skaut yfir af markteignum. Ótrúlegt klúður þar.
Skömmu síðar skoraði hins vegar Bjarni Ólafur glæsilegt skallamark eftir frábæra hornspyrnu frá Sigurði. Bjarni Ólafur mætti askvaðandi og hamraði knöttinn í netið með höfðinu.
KR-ingar voru ekkert að gera til að jafna metin og á 87. mínútu komst Kristinn Ingi einn í gegn, lék á Stefán Loga og skoraði. Lokatölur 2-0.
KR-ingar sköpuðu ekki mikið í leiknum og sigur Vals verðskuldaður.
Athugasemdir