Laugardalsvöllur
Borgunarbikar karla
Dómari: Erlendur Eiríksson
Til hamingju Valsmenn!
Verðskuldaður sigur Valsmanna staðreynd.
Viðtöl og skýrslan kemur inn fljótlega.
Stefán Logi er kominn inní.
Schoop tekur spyrnuna sem Ingvar Kale slær aftur fyrir. Önnur hornspyrna.
Valsmenn hafa sett upp leikinn frábærlega og greinilega ekkert komið þeim á óvart.
Kristinn Ingi sleppur einn í gegn, í stað þess að skjóta fer hann framhjá Stefáni Loga og rennir síðan boltanum í autt markið.
Vel gert Kristinn Ingi!
Nú þurfa KR-ingar að fara setja enn meira púður í sóknarleik sinn, ætli þeir sér að jafna.
Það er ástæða fyrir því að KR þráði ekkert meira en að kaupa Bjarna Ólaf. Frábær í sumar
— Hörður S Jónsson (@hoddi23) August 15, 2015
Stoðsending: Sigurður Egill Lárusson
Sigurður Egill með hornspyrnu upp á 10 í einkunn, Bjarni Ólafur kemur á fleygiferð og gjörsamlega stangar boltann í nærhornið, af stuttu færi og Stefán Logi á ekki séns.
Valsmenn eru komnir yfir!
Kristinn Freyr tók aukaspyrnuna, rennir boltanum inn í teiginn þar sem Bjarni Ólafur kom í hlaupinu en hittir boltann afskaplega illa og ekkert verður úr þessu hjá Valsmönnum. Þetta leit hinsvegar vel út, því enginn kom nálægt Bjarna í aðdraganda skotsins.
Skúli Jón fær síðan spjald í kjölfarið, hvort það sé fyrir brotið eða kjaftbrúk er erfitt að segja til um.
Hvað er Kristinn Ingi búinn að klúðra mörgum deddurum í sumar? #Borgun365 #Bikarinn
— Sóli Hólm (@SoliHolm) August 15, 2015
Sigurður Egill með gull af fyrirgjöf milli varnar og markmanns, þar kemur Kristinn Ingi á ferðinni en setur boltann yfir markið. Kristinn Ingi var rétt fyrir framan markteiginn, hvernig er Valur ekki komnir yfir í þessum leik?
Fá þeir þetta í bakið? - Það kæmi mér ekki á óvart. Menn verða að nýta færin sem þeir fá í svona leikjum. KR er lið sem kann að refsa. Háspenna lífshætta!
Tveir grjótharðir sem liggja í Laugardalnum, að sjálfssögðu báðir frá Húsavík!
— Guðmundur Óli (@GudmundurOli) August 15, 2015
Andri Fannar er teknískasti hægri bakvörður landsins. Þennan Zidane snúning lærði hann hjá mér í Unglingavinnunni 2006. #fotboltinet
— Davíð Már (@DavidMarKrist) August 15, 2015
Auddi Blö. Guðni Bergsson #Friðgeirsvaktin Júlli úr Biggest Looser, Björgólfur Þór, Illugi Gunnarsson, Ragnar Vignir, Bogi Ágústsson, Haukur Hólm. Endilega sendið línu á [email protected] ef þið sáuð fleiri í VIP-inu í hálfleik.
Gary kemur inn með meiri hraða í sóknarleikinn, en hæðin minnkar töluvert í sóknarleik KR með þessum skiptum.
Hólmbert meiddist í síðasta leik KR og spurning hvort hann hafi ekki þolað fleiri mínútur í dag.
Stefán Logi er í basli með að halda boltanum en nær honum síðan í tilraun númer tvö. Engin hætta, en hvað er í gangi? Setti einhver sápu í hanskana hjá Stefáni í hálfleik?
Valsmenn klókir og stíga upp og Jacob því dæmdur rangstæður í kjölfarið. Æ Æ.
Seinni hálfleikurinn fer að byrja hvað úr hverju.
Stefán L er ástæðan fyrir því að staðan er 0-0 í stað 2-0 fyrir Val. #borgunarbikarinn #valurkr #fotboltinet
— Jón Kristinn Jónsson (@jonkrjons) August 15, 2015
Mjög flott dómgæsla og leikstjórn hjá dómurum leiksins í fyrri hálfleik. Keep it up Ref ! #fotboltinet
— Jóhannes Valgeirsson (@JohannesValg) August 15, 2015
Valsmenn hafa fengið töluvert hættulegri færi í fyrri hálfleiknum og ef það væri ekki fyrir Stefán Loga markmann KR-inga þá væru Valsmenn yfir í hálfleik.
En markmennirnir eru víst í markinu til að verja boltann og Stefán Logi hefur gert það í tvígang, virkilega vel.
Annars hefur leikurinn verið í jafnvægi lengst um og það bendir allt til þess að það haldi áfram.
Óli nennti ekki þessari lægð í Garðabæ! Mættur í Vesturbæinn (Staðfest) #fotboltinet pic.twitter.com/ajwxfoysd8
— Ólafur Ásgeir (@olafurasgeir) August 15, 2015
Stebbi með 2 risavörslur!
— Gunnleifsson (@GulliGull1) August 15, 2015
Frábær skyndisókn Valsmanna sem endar með því að Kristinn Freyr kemst einn gegn Stefáni Loga, Kristinn Freyr skýtur í nærhornið en Stefán Logi kemur vel út á móti og lokar á Kristinn Frey. Stefán Logi er að halda KR-ingum í núllinu þessar síðustu mínútur.
Sigurður Egill fær stórt credit fyrir sinn þátt í þessari sókn. Kom með hárnákvæma sókn á Kristin Frey í aðdragandanum.
þessi markvarsla hjá Stefáni loga var i heimsklassa #fotboltinet
— Óskar G Óskarsson (@Oggi_22) August 15, 2015
Við viljum fara fá fleiri færi í þennan leik og meiri hasar. 10 mínútur til hálfleiks. Eitt mark myndi gefa mikið fyrir leikinn.
Jacob Schoop með góða fyrirgjöf frá vinstri yfir á Almarr sem var á innan teigs, tók viðstöðulaust skot yfir markið. Þarna viljum við sjá menn hitta á markið og reyna á markmenn liðanna.
Andri Fannar tekur háa spyrnu sem Stefán Logi fer út í, en nær ekki að grípa, boltinn dettur út fyrir teiginn, Valsmenn ná að koma boltanum aftur inn í teiginn og þar kemst Haukur Páll einn gegn Stefáni Loga sem ver gjörsamlega frábærlega!
Ég ætla að kjósa þann flokk sem lofar að fjarlægja þessa ógeðslegu hlaupabraut af Laugardalsvelli #fotboltinet
— Sindri Hjartarson (@SindriHjartar) August 15, 2015
En eins og við vitum flest, þá er þetta fljótt að breytast í knattspyrnunni.
Þetta var alvöru tilraun frá Jónasi Guðna.
Það eru bikarúrslit og Óli Jó getur ekki tekið af sér þess hidíus húfu.. annað en Bjarni fashionista.. #borgunarbikarinn #fotboltinet #KR
— Helga (@helga_thorey) August 15, 2015
Valsmenn ekki enn náð að byggja upp almennilega sókn.
Brjàluð stemmning hjà Baldur Bongo og co hjà Valsörum #bikarinn #fotboltinet pic.twitter.com/ynhyjqLKE0
— Árni Þór Gunnarsson (@ArniThor8) August 15, 2015
Erlendur beitti hagnaði, þar sem Thomas Guldborg braut á Jacobi í aðdraganda sendingarnnar.
KR með aðeins sterkara lið en það má ekki vanmeta smiðinn!
— Egill Einarsson (@EgillGillz) August 15, 2015
Fátt íslenskara en stúkan að syngja hástöfum rammfalskt um Íslands þúsund ár. Áfram Valur! #fotboltinet #borgunarbikarinn
— Hulda María (@littletank80) August 15, 2015
Innkast frá Sigurði Agli sem Pálmi Rafn skallar frá.
Þarna hefði Hólmbert átt að gera betur.
Rasmus og Skúli Jón í miðverðinum. Gunnar Þór í vinstri bakverðinum og Aron Bjarki í hægri.
Jónas Guðni og Pálmi Rafn á miðjunni, Óskar Örn á vinstri kantinum, Almarr á hægri, Hólmbert Aron fremstur og Jacob Schoop fyrir aftan hann.
Kale í markinu.
Orri Sigurður og Thomas Guldborg í miðri vörn Vals. Bjarni Ólafur í vinstri bakverðinum og Andri Fannar í þeim hægri.
Mathias Schlie á miðjunni ásamt Hauki Páli. Sigurður Egill á vinstri kantinum og Kristinn Ingi á þeim hægri. Patrick Pedersen fremstur og Kristinn Freyr fyrir aftan hann.
Hefur sjaldan liðið jafn mikið eins og ég sé missing out eins og þegar ég sé þessa geggjuðu valsjakka @gudmundur_jor pic.twitter.com/3eGWnQVWzO
— Bergur Ebbi (@BergurEbbi) August 15, 2015
Eru til meiri toppmenn en Þorgrímur Þráins og Þormóður Egils? Hrikalega góðir saman í viðtali fyrir leik #fotboltinet
— Davíð Már (@DavidMarKrist) August 15, 2015
Balli Bongó er mættur. Nú er stemming. #fotboltinet #ValurKR
— Gunnar Birgisson (@grjotze) August 15, 2015
Með flautuna: Erlendur Eiríksson
AD1: Jóhann Gunnar Guðmundsson
AD2: Frosti Viðarsson
Varadómari: Garðar Örn Hinriksson
Eftirlitsmaður: Einar K. Guðmundsson
32-liða úrslit: Keflavík 0 - 5 KR
0-1 Grétar Sigfinnur Sigurðarson (´15)
0-2 Almarr Ormarsson (´42)
0-3 Þorsteinn Már Ragnarsson (´60)
0-4 Sören Frederiksen (´67)
0-5 Guðmundur Andri Tryggvason (´82)
16-liða úrslit: KV 1 - 7 KR
0-1 Óskar Örn Hauksson (´13)
0-2 Pálmi Rafn Pálmason (´26)
0-3 Almarr Ormarsson (´33)
0-4 Jacob Toppel Schoop (´35)
0-5 Pálmi Rafn Pálmason (´45)
0-6 Óskar Örn Hauksson (´54)
0-7 Pálmi Rafn Pálmason (´64)
1-7 Jón Kári Eldon (´83)
8-liða úrslit: KR 2 - 1 FH
1-0 Óskar Örn Hauksson (´15)
1-1 Kassim Doumbia (´17)
2-1 Gary John Martin (´61)
4-liða úrslit: KR 4 - 1 ÍBV
1-0 Hólmbert Aron Friðjónsson (´23)
2-0 Hólmbert Aron Friðjónsson (´41)
3-0 Óskar Örn Hauksson (´54)
4-0 Þorsteinn Már Ragnarsson (´67)
4-1 Bjarni Gunnarsson (´70)
32-liða úrslit: Valur 4 - 0 Selfoss
1-0 Patrick Pedersen (´24)
2-0 Patrick Pedersen (´65)
3-0 Patrick Pedersen (´90)
4-0 Tómas Óli Garðarsson (´92)
16-liða úrslit: Fjarðabyggð 0 - 4 Valur
0- 1 Kristinn Freyr Sigurðsson (´15)
0-2 Daði Bergsson (´40)
0-3 Patrick Pedersen (´51)
0-4 Haukur Ásberg Hilmarsson (´92)
8-liða úrslit: Víkingur R. 1 - 2 Valur
1-0 Andri Rúnar Bjarnason (´34)
1-1 Sjálfsmark (´47)
1-2 Iain James Williamson (´80)
4-liða úrslit: KA 1 - 1 Valur
1-0 Elfar Árni Aðalsteinsson (´5)
1-1 Orri Sigurður Ómarsson (´23)
Valur vann eftir vítaspyrnukeppni 5-4
Það er 100% að BigGameAlmarr er að fara klára þennan leik #fotboltinet
— Andri Júlíusson (@andrijull) August 15, 2015
Flott fótboltaveður. Verið með gegnum kassamerkið #fotboltinet pic.twitter.com/B1T8TH5YKd
— Fótboltinet (@Fotboltinet) August 15, 2015
Byrjunarliðin í dag. Valur - KR 16:00. #fotboltinet pic.twitter.com/h3CYug3rPz
— Fótboltinet (@Fotboltinet) August 15, 2015
Öllum tjaslað saman fyrir bikarúrslitin, Pedersen með, sá ætlar að spila sárþjáður, spurning hvað hann endist lengi. #fotboltinet
— magnus bodvarsson (@zicknut) August 15, 2015
Valsmenn léku sér þó aðeins með þetta í vikunni og höfðu það opið að hann myndi jafnvel spila leikinn. Nú er það orðið hreint að það gerir hann ekki.
Hverjir verða bikarmeistarar?
49% Valur (1048)
51% KR (1082)
Ég geri ráð fyrir að þetta verði jafn leikur. Ein mistök til eða frá geta ráðið úrslitum. Þetta gæti farið í framlengingu og vítaspyrnukeppni, er það ekki alltaf draumurinn fyrir hlutlausu aðilana? Ef allir eru heilir hjá Val, þá held ég að þeir vinni þennan leik. . Það er langt síðan Valur vann titil og hungrið er líklega talvert mikið Valsmegin. Þekkjandi Óla Jó. og Bjössa þá verður allt kapp lagt í að vinna þennan titil.
Við munum klárlega gera allt sem við getum til að halda bikarnum í KR-heimilinu. Einn af stóru þáttunum í því að ég kom heim var að ég vildi berjast um titla. Við erum að gera það núna og það er frábær tilfinning. ið þurfum að gera ansi mikið til að leggja Val af velli, við þurfum að mæta þeim í baráttunni, stoppa þeirra styrkleika og nota okkar.
Tveir stærstu klúbbar landsins eru að fara að spila upp á bikar, það hlýtur að selja. Ég held að þetta eigi eftir að verða erfiður leikur fyrir bæði lið en jafnframt skemmtilegur vonandi. Við ætlum okkur að ná í þennan bikar og gera þetta að enn skemmtilegra tímabili.
Í dag er leikið til þrautar í bikarúrslitum. Ef staðan er jöfn eftir venjulegan leiktíma er farið í framlengingu og svo vítaspyrnukeppni ef þörf krefur.
Dómari: Erlendur Eiríksson
Aðstoðardómarar: Jóhann Gunnar Guðmundsson og Frosti Viðar Gunnarsson.
Eftirlitsmaður: Einar K. Guðmundsson
Varadómari: Garðar Örn Hinriksson