Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
Valur
2
0
KR
Bjarni Ólafur Eiríksson '71 1-0
Kristinn Ingi Halldórsson '87 2-0
15.08.2015  -  16:00
Laugardalsvöllur
Borgunarbikar karla
Dómari: Erlendur Eiríksson
Byrjunarlið:
1. Ingvar Þór Kale (m)
Haukur Páll Sigurðsson
2. Thomas Guldborg Christensen
8. Kristinn Ingi Halldórsson
9. Patrick Pedersen ('80)
10. Kristinn Freyr Sigurðsson (f) ('88)
11. Sigurður Egill Lárusson ('85)
20. Orri Sigurður Ómarsson
21. Bjarni Ólafur Eiríksson
22. Mathias Schlie
23. Andri Fannar Stefánsson

Varamenn:
33. Anton Ari Einarsson (m)
3. Iain James Williamson ('88)
4. Einar Karl Ingvarsson ('85)
14. Gunnar Gunnarsson
16. Tómas Óli Garðarsson
17. Andri Adolphsson ('80)
19. Baldvin Sturluson

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Thomas Guldborg Christensen ('8)
Haukur Páll Sigurðsson ('76)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Valur er bikarmeistari 2015

Til hamingju Valsmenn!

Verðskuldaður sigur Valsmanna staðreynd.

Viðtöl og skýrslan kemur inn fljótlega.
94. mín
KR-ingar herja loksins á Valsmenn en Valsarar eru þéttir og loka flestum leiðum að markinu.
93. mín
KR-ingar fá hornspyrnu...

Stefán Logi er kominn inní.

Schoop tekur spyrnuna sem Ingvar Kale slær aftur fyrir. Önnur hornspyrna.
92. mín
KR-ingar hafa nánast ekkert skapað allan leikinn.

Valsmenn hafa sett upp leikinn frábærlega og greinilega ekkert komið þeim á óvart.
90. mín
Uppbótartíminn er fimm mínútur!
90. mín
Valsmenn eru staðnir upp í stúkunni og nú eru menn léttir í lund. Það er bikar á leiðinni á Hlíðarenda!
88. mín
Inn:Iain James Williamson (Valur) Út:Kristinn Freyr Sigurðsson (Valur)
Kristinn Freyr fer af velli. Hefur átt stórgóðan leik.
87. mín MARK!
Kristinn Ingi Halldórsson (Valur)
VALSMENN ERU AÐ KLÁRA ÞETTA!!!!

Kristinn Ingi sleppur einn í gegn, í stað þess að skjóta fer hann framhjá Stefáni Loga og rennir síðan boltanum í autt markið.

Vel gert Kristinn Ingi!
85. mín
Inn:Einar Karl Ingvarsson (Valur) Út:Sigurður Egill Lárusson (Valur)
Besti leikmaður leiksins hingað til fer af velli.
84. mín
Haukur Páll á skot yfir markið eftir hornið. Engin hætta.
83. mín
Valsmenn halda bara áfram að sækja og vinna sér inn horn nú rétt í þessu. Sigurður Egill undirbýr sig fyrir spyrnuna. Sama stað og markið kom úr...
82. mín
Átta mínútur til leiksloka.

Nú þurfa KR-ingar að fara setja enn meira púður í sóknarleik sinn, ætli þeir sér að jafna.
80. mín
Inn:Andri Adolphsson (Valur) Út:Patrick Pedersen (Valur)
Patrick haltrar af velli. Hann hefur unnið vel í leiknum í dag og skilað sínu og gott betur en það.
79. mín
Kale er staðinn upp og Valsmenn skalla hornspyrnuna frá.
78. mín
Pálmi Rafn með aukaspyrnu fyrir KR-inga sem Ingvar Kale fer út í og kýlir í horn. Hann liggur síðan eftir og virðist hafa fengið högg.
77. mín
Henrik Bödker er staðin á fætur og lætur heyra í sér af hliðarlínunni.
76. mín Gult spjald: Haukur Páll Sigurðsson (Valur)
Annað spjald Valsmanna í leiknum. Brýtur á Jacobi Schoop á miðjum vellinum.
74. mín
Inn:Þorsteinn Már Ragnarsson (KR) Út:Jónas Guðni Sævarsson (KR)
Sókndjörf skipting hjá Bjarna. Skiljanlega.

71. mín MARK!
Bjarni Ólafur Eiríksson (Valur)
Stoðsending: Sigurður Egill Lárusson
ÞVÍLÍKUR SKALLI! ALVÖRU MARK!

Sigurður Egill með hornspyrnu upp á 10 í einkunn, Bjarni Ólafur kemur á fleygiferð og gjörsamlega stangar boltann í nærhornið, af stuttu færi og Stefán Logi á ekki séns.

Valsmenn eru komnir yfir!
71. mín
Sigurður Egill reynir fyrirgjöf en Skúli Jón kemst fyrir og Valsmenn fá hornspyrnu.
70. mín
Inn:Sören Frederiksen (KR) Út:Óskar Örn Hauksson (KR)
Athyglisvert. Óskar Örn líklega eitthvað tæpur. Hann settist niður í byrjun seinni hálfleiksins og hlýtur að vera meiddur. Eða hvað?
69. mín
Skemmtileg útfærsla af aukaspyrnu Vals en skot Bjarna Ólafs langt í frá að vera boðlegt.

Kristinn Freyr tók aukaspyrnuna, rennir boltanum inn í teiginn þar sem Bjarni Ólafur kom í hlaupinu en hittir boltann afskaplega illa og ekkert verður úr þessu hjá Valsmönnum. Þetta leit hinsvegar vel út, því enginn kom nálægt Bjarna í aðdraganda skotsins.
67. mín Gult spjald: Skúli Jón Friðgeirsson (KR)
Skúli Jón brýtur á Sigurði Agli, vinstra megin við vítateiginn. Valsmenn fá aukaspyrnu. Skúli Jón allt annað en sáttur með þetta. Ég held að þetta hafi verið réttur dómur.

Skúli Jón fær síðan spjald í kjölfarið, hvort það sé fyrir brotið eða kjaftbrúk er erfitt að segja til um.
65. mín

65. mín
DAUÐA DAUÐA DAUÐAFÆRI!!!!

Sigurður Egill með gull af fyrirgjöf milli varnar og markmanns, þar kemur Kristinn Ingi á ferðinni en setur boltann yfir markið. Kristinn Ingi var rétt fyrir framan markteiginn, hvernig er Valur ekki komnir yfir í þessum leik?

Fá þeir þetta í bakið? - Það kæmi mér ekki á óvart. Menn verða að nýta færin sem þeir fá í svona leikjum. KR er lið sem kann að refsa. Háspenna lífshætta!
65. mín
Myndaveislan frá Ómari Vilhelmssyni er komin hér fyrir ofan textalýsinguna. Í mynd númer 9 sést þegar Kristinn Freyr er í besta færi leiksins en Stefán Logi varði frá honum.
62. mín

62. mín
Samstuð! Aron Bjarki og Pálmi Rafn skalla saman innan teigs. úff þetta hefur ekki verið þægilegt! Leikurinn stöðvaður strax og sjúkraþjálfarar beggja liða koma inná.

61. mín
Andri Fannar Stefánsson sýnir flottustu taktana hingað til í leiknum. Tók skemmtilegan hring og steig í kjölfarið ofan á boltann og fór framhjá varnarmönnum KR. Í kjölfarið fengu Valsmenn fyrirgjöf sem í kjölfarið... (Sjá næstu færslu)
58. mín
Þeir sem voru í VIP-inu í hálfleik:

Auddi Blö. Guðni Bergsson #Friðgeirsvaktin Júlli úr Biggest Looser, Björgólfur Þór, Illugi Gunnarsson, Ragnar Vignir, Bogi Ágústsson, Haukur Hólm. Endilega sendið línu á [email protected] ef þið sáuð fleiri í VIP-inu í hálfleik.
57. mín
Gunnar Þór með skalla að marki eftir aukaspyrnu frá Jacobi Schoop. Skallinn var laus og Ingvar Kale í litlum vandræðum með að grípa boltann.
56. mín
Inn:Gary Martin (KR) Út:Hólmbert Aron Friðjónsson (KR)
Hólmbert fékk úr litlu að moða og fékk engin færi í fyrri hálfleiknum.

Gary kemur inn með meiri hraða í sóknarleikinn, en hæðin minnkar töluvert í sóknarleik KR með þessum skiptum.

Hólmbert meiddist í síðasta leik KR og spurning hvort hann hafi ekki þolað fleiri mínútur í dag.
55. mín
Schlie með skot utan teigs sem fer innan við meter framhjá. Þarna munaði mjóu. Valsmenn hættulegir síðustu mínútur, en samt sem áður ekki nóg.
54. mín
Patrick Pedersen með skot langt fyrir utan teig sem fer beint á Stefán Loga.

Stefán Logi er í basli með að halda boltanum en nær honum síðan í tilraun númer tvö. Engin hætta, en hvað er í gangi? Setti einhver sápu í hanskana hjá Stefáni í hálfleik?
52. mín
KR-ingar fá hornspyrnu. Jacob Schoop rennir boltanum á Pálma Rafn sem síðan stillir honum upp fyrir Jacob.

Valsmenn klókir og stíga upp og Jacob því dæmdur rangstæður í kjölfarið. Æ Æ.
51. mín
Bjarni Ólafur með fyrirgjöf frá vinstri, meðfram grasinu, milli varnar og markmanns. Stefán Logi skutlar sér í boltann, heldur ekki boltanum í fyrstu tilraun en nær síðan boltanum í þeirri annari.
49. mín
Pálmi Rafn sendir laglega sendingu út á hægri kantinn, þar kemur Almarr með fyrirgjöf sem fer beint í hendurnar á Kale.
49. mín
Úps. Ingvar Kale gleymdi að reima skóna sína fyrir seinni hálfleikinn og því þarf að stöðva leikinn og Orri Sigurður reimir skóna fyrir Kale.
46. mín
Seinni hálfleikurinn er byrjaður. Sömu 22 leikmenn hefja þann seinni og hófu fyrri hálfleikinn.
45. mín
Bjarni Ólafur er fyrstur Valsmanna inn á völlinn og í kjölfarið koma liðsfélagar hans. Sigurður Egill manna síðastur Valsmanna.
45. mín
Bjarni Guðjónsson röltir út á völlinn og talar sérstaklega við Gary Martin. Er Gary á leiðinni inná á næstu mínútum?
45. mín
KR-ingarnir eru mættir út á völl. Valsmennirnir og dómarnir láta bíða aðeins eftir sér.

Seinni hálfleikurinn fer að byrja hvað úr hverju.


45. mín
Hálfleikur
Markalaust í hálfleik.

Valsmenn hafa fengið töluvert hættulegri færi í fyrri hálfleiknum og ef það væri ekki fyrir Stefán Loga markmann KR-inga þá væru Valsmenn yfir í hálfleik.

En markmennirnir eru víst í markinu til að verja boltann og Stefán Logi hefur gert það í tvígang, virkilega vel.

Annars hefur leikurinn verið í jafnvægi lengst um og það bendir allt til þess að það haldi áfram.
45. mín
Jónas Guðni teygir sig í boltann en nær ekki að stýra boltanum á markið og boltinn himinhátt yfir. Smá hætta, en þetta var erfitt staða fyrir Jónas Guðna.


38. mín
Kristinn Freyr úr svona færum verður maður að skora úr, þegar þú ert kominn í bikarúrslit.

Frábær skyndisókn Valsmanna sem endar með því að Kristinn Freyr kemst einn gegn Stefáni Loga, Kristinn Freyr skýtur í nærhornið en Stefán Logi kemur vel út á móti og lokar á Kristinn Frey. Stefán Logi er að halda KR-ingum í núllinu þessar síðustu mínútur.

Sigurður Egill fær stórt credit fyrir sinn þátt í þessari sókn. Kom með hárnákvæma sókn á Kristin Frey í aðdragandanum.
37. mín

35. mín
Það hefur reynt lítið á Ingvar Kale hingað til í leiknum. Stefán Logi hefur þurft að taka eina vörslu og það gerði hann mjög vel.

Við viljum fara fá fleiri færi í þennan leik og meiri hasar. 10 mínútur til hálfleiks. Eitt mark myndi gefa mikið fyrir leikinn.
35. mín
Góð sókn KR-inga endar með skoti frá Almarri yfir markið.

Jacob Schoop með góða fyrirgjöf frá vinstri yfir á Almarr sem var á innan teigs, tók viðstöðulaust skot yfir markið. Þarna viljum við sjá menn hitta á markið og reyna á markmenn liðanna.
32. mín
Þvílík varsla frá Stefáni Loga!

Andri Fannar tekur háa spyrnu sem Stefán Logi fer út í, en nær ekki að grípa, boltinn dettur út fyrir teiginn, Valsmenn ná að koma boltanum aftur inn í teiginn og þar kemst Haukur Páll einn gegn Stefáni Loga sem ver gjörsamlega frábærlega!
32. mín
Andri Fannar undirbýr sig fyrir spyrnuna...
31. mín
Rasmus brýtur á Kristin Inga út við hliðarlínuna. Kristinn Ingi liggur eftir, fékk högg á ökklann.
29. mín
Valsmenn fá aukaspyrnu á vallarhelmingi KR-inga. Haukur Páll tekur spyrnuna sem fer aftur fyrir endamörk. Bjarni Ólafur náði ekki til boltans áður en hann fór yfir endalínuna.

23. mín
Leikurinn er í miklu jafnvægi. Eins og þetta er að spilast fyrstu 20 mínútur leiksins þá ráðast úrslitin á einu marki.

En eins og við vitum flest, þá er þetta fljótt að breytast í knattspyrnunni.
20. mín
Þvílíkt skot frá Jónasi Guðna langt fyrir utan teig sem endar ofan á þaknetinu.

Þetta var alvöru tilraun frá Jónasi Guðna.
19. mín
Patrick Pedersen virðist nokkuð heill á vellinum. Er mikið í boltanum þessar síðustu mínútur og virðist fara á fullu í öll einvígi. Jákvætt fyrir Valsmenn.

16. mín
Jæja, loksins kom flottur spilkafli frá Val sem endaði með því að Patrick renndi boltanum innfyrir vörn KR-inga en þar var Kristinn Ingi dæmdur rangstæður.
15. mín
KR-ingar meira með boltann fyrsta korterið og leikurinn fer meira fram á vallarhelmingi Valsmanna.

Valsmenn ekki enn náð að byggja upp almennilega sókn.

11. mín
Gunnar Þór skallar hornspyrnu Kristins Freys í burtu og KR-ingar halda boltanum í kjölfarið.
10. mín
Valsmenn fá fyrstu hornspyrnu leiksins. Kristinn Freyr undirbýr sig fyrir spyrnuna.
9. mín
Bjarni Ólafur með góða fyrirgjöf frá vinstri, yfir allan pakkann. Kristinn Freyr var á fjærstönginni, sendi boltann út í teiginn á Mathias Schlie sem átti slakt skot yfir markið úr þröngu færi.
8. mín
Ekkert varð úr aukaspyrnu KR-inga.
8. mín Gult spjald: Thomas Guldborg Christensen (Valur)
Fékk spjald fyrir brotið á landa sínum, Jacobi.
7. mín
Hólmbert kemst einn gegn Kale eftir frábæra sendingu frá Jacob Schoop en skotið beint Kale.

Erlendur beitti hagnaði, þar sem Thomas Guldborg braut á Jacobi í aðdraganda sendingarnnar.
6. mín
Þetta byrjar rólega. Leikmenn beggja liða eiga í erfiðleikum með að halda boltanum inn á vellinum.


4. mín
Kristinn Freyr geystist upp völlinn með boltann, boltinn fer á hægri kantinn þar sem Kristinn Ingi kemur með slaka fyrirgjöf sem er hreinsuð í innkast af varnarmanni KR.

Innkast frá Sigurði Agli sem Pálmi Rafn skallar frá.
3. mín
Jacob Schoop með fyrirgjöf frá vinstri sem fer beint á Hólmbert Aron, en móttakan sveik hann þarna og sóknin rann út í sandinn.

Þarna hefði Hólmbert átt að gera betur.
2. mín
Hjá KR er Stefán Logi í markinu.

Rasmus og Skúli Jón í miðverðinum. Gunnar Þór í vinstri bakverðinum og Aron Bjarki í hægri.

Jónas Guðni og Pálmi Rafn á miðjunni, Óskar Örn á vinstri kantinum, Almarr á hægri, Hólmbert Aron fremstur og Jacob Schoop fyrir aftan hann.
1. mín
Liðsuppstillingar liðanna eru nokkuð hefðbundnar.

Kale í markinu.

Orri Sigurður og Thomas Guldborg í miðri vörn Vals. Bjarni Ólafur í vinstri bakverðinum og Andri Fannar í þeim hægri.

Mathias Schlie á miðjunni ásamt Hauki Páli. Sigurður Egill á vinstri kantinum og Kristinn Ingi á þeim hægri. Patrick Pedersen fremstur og Kristinn Freyr fyrir aftan hann.
1. mín
Leikur hafinn
Valsmenn byrja með boltann. Valsmenn sækja í átt að Þróttaravellinum á meðan KR sækir í átt að Laugardalslauginni.
Fyrir leik
Tvær mínútur í leik. Leikmenn liðanna heilsast og allt að verða klárt.
Fyrir leik
Leikmenn liðanna ganga út á völlinn. Fímm mínútur í leik. Veislan er að byrja!



Fyrir leik
Þriðja liðið í dag er þannig skipað:
Með flautuna: Erlendur Eiríksson
AD1: Jóhann Gunnar Guðmundsson
AD2: Frosti Viðarsson
Varadómari: Garðar Örn Hinriksson
Eftirlitsmaður: Einar K. Guðmundsson
Fyrir leik
Borgunarbikarinn 2015
KR 18 - 3 Andstæðingar
Valur 11 - 2 Andstæðingar
Fyrir leik
Leið KR í úrslitaleikinn

32-liða úrslit: Keflavík 0 - 5 KR
0-1 Grétar Sigfinnur Sigurðarson (´15)
0-2 Almarr Ormarsson (´42)
0-3 Þorsteinn Már Ragnarsson (´60)
0-4 Sören Frederiksen (´67)
0-5 Guðmundur Andri Tryggvason (´82)

16-liða úrslit: KV 1 - 7 KR
0-1 Óskar Örn Hauksson (´13)
0-2 Pálmi Rafn Pálmason (´26)
0-3 Almarr Ormarsson (´33)
0-4 Jacob Toppel Schoop (´35)
0-5 Pálmi Rafn Pálmason (´45)
0-6 Óskar Örn Hauksson (´54)
0-7 Pálmi Rafn Pálmason (´64)
1-7 Jón Kári Eldon (´83)

8-liða úrslit: KR 2 - 1 FH
1-0 Óskar Örn Hauksson (´15)
1-1 Kassim Doumbia (´17)
2-1 Gary John Martin (´61)

4-liða úrslit: KR 4 - 1 ÍBV
1-0 Hólmbert Aron Friðjónsson (´23)
2-0 Hólmbert Aron Friðjónsson (´41)
3-0 Óskar Örn Hauksson (´54)
4-0 Þorsteinn Már Ragnarsson (´67)
4-1 Bjarni Gunnarsson (´70)
Fyrir leik
Leið Vals í úrslitaleikinn

32-liða úrslit: Valur 4 - 0 Selfoss
1-0 Patrick Pedersen (´24)
2-0 Patrick Pedersen (´65)
3-0 Patrick Pedersen (´90)
4-0 Tómas Óli Garðarsson (´92)

16-liða úrslit: Fjarðabyggð 0 - 4 Valur
0- 1 Kristinn Freyr Sigurðsson (´15)
0-2 Daði Bergsson (´40)
0-3 Patrick Pedersen (´51)
0-4 Haukur Ásberg Hilmarsson (´92)

8-liða úrslit: Víkingur R. 1 - 2 Valur
1-0 Andri Rúnar Bjarnason (´34)
1-1 Sjálfsmark (´47)
1-2 Iain James Williamson (´80)

4-liða úrslit: KA 1 - 1 Valur
1-0 Elfar Árni Aðalsteinsson (´5)
1-1 Orri Sigurður Ómarsson (´23)
Valur vann eftir vítaspyrnukeppni 5-4


Fyrir leik

Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
45 mínútur í leik og Valsmennirnir byrja rölta inn á völlinn. Ingvar Kale og Anton Ari eru þó löngu byrjaðir að hita upp með markmannsþjálfaranum, Rajko Stanisic.
Fyrir leik
KR-ingarnir eru mættir að hita upp. Sumir með hanska aðrir ekki. Jónas Guðni hitar upp með hanska og húfu.
Fyrir leik
Stöð 2 Sport sýnir leikinn í beinni í dag. Þeir munu bjóða upp á nýjung, þar sem einn myndatökumaðurinn er rúllandi um á hlaupabrautinni á svokölluðu, Segway.
Fyrir leik
Emil Atlason er ekki í leikmannahóp Vals í dag . Hann er á láni hjá Val frá KR og ef allt er eðlilegt, þá hefði hann ekki mátt spila þennan leik.

Valsmenn léku sér þó aðeins með þetta í vikunni og höfðu það opið að hann myndi jafnvel spila leikinn. Nú er það orðið hreint að það gerir hann ekki.
Fyrir leik
Hjá KR er þetta nokkuð eftir bókinni. Gary Martin byrjar á bekknum eins og í síðustu leikjum. Daninn Sören Frederiksen er þar einnig. Fremstu menn KR eru þeir Óskar Örn, Almarr og Hólmbert Aron.
Fyrir leik
Valsmenn geta glaðst yfir því að framherjinn, Patrick Pedersen byrjar í leiknum. Þá er Ingvar Þór Kale og Haukur Páll einnig í byrjunarliðinu en þeir voru stórt spurningarmerki fyrir leikinn vegna meiðsla.
Fyrir leik
Takið þátt í umræðunni á Twitter með myllumerkinu #Fotboltinet
Fyrir leik
Það er verið að vökva Laugardalsvöllinn vel þessa stundina. Valsmennirnir Bjarni Ólafur, Kristinn Ingi, Ingvar Kale og Sigurður Egill skoða aðstæður.
Fyrir leik
Vorum að heyra það að Patrick Pedersen væri vel að finna fyrir meiðslunum, vel þjáður... spurning hvort hann verði með. Byrjunarliðin opinberuð eftir rúmlega 20 mínútur.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Miðað við könnun sem hefur verið á Fótbolta.net undanfarna viku má búast við æsispennandi leik. 51% spá því að KR hampi bikarnum í fimmtánda sinn en 49% að það verði Valur sem taki þennan titil í tíunda sinn.

Hverjir verða bikarmeistarar?
49% Valur (1048)
51% KR (1082)
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Jörundur Áki Sveinsson, sérfræðingur:
Ég geri ráð fyrir að þetta verði jafn leikur. Ein mistök til eða frá geta ráðið úrslitum. Þetta gæti farið í framlengingu og vítaspyrnukeppni, er það ekki alltaf draumurinn fyrir hlutlausu aðilana? Ef allir eru heilir hjá Val, þá held ég að þeir vinni þennan leik. . Það er langt síðan Valur vann titil og hungrið er líklega talvert mikið Valsmegin. Þekkjandi Óla Jó. og Bjössa þá verður allt kapp lagt í að vinna þennan titil.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Pálmi Rafn Pálmason, fyrirliði KR:
Við munum klárlega gera allt sem við getum til að halda bikarnum í KR-heimilinu. Einn af stóru þáttunum í því að ég kom heim var að ég vildi berjast um titla. Við erum að gera það núna og það er frábær tilfinning. ið þurfum að gera ansi mikið til að leggja Val af velli, við þurfum að mæta þeim í baráttunni, stoppa þeirra styrkleika og nota okkar.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Haukur Páll Sigurðsson, fyrirliði Vals:
Tveir stærstu klúbbar landsins eru að fara að spila upp á bikar, það hlýtur að selja. Ég held að þetta eigi eftir að verða erfiður leikur fyrir bæði lið en jafnframt skemmtilegur vonandi. Við ætlum okkur að ná í þennan bikar og gera þetta að enn skemmtilegra tímabili.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Í aðdraganda leiksins hefur mikið verið rætt um meiðslamál Vals. Ingvar Kale markvörður lék ekki síðasta leik vegna meiðsla og það sama gildir um markahrókinn danska Patrick Pedersen. Þá fór Haukur Páll Sigurðsson meiddur af velli í leiknum sem var 0-1 tap gegn Breiðabliki. Valur hefur tapað síðustu þremur deildarleikjum sínum.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
KR er ríkjandi bikarmeistari. Alls hefur félagið 14 sinnum hampað titlinum, oftast allra félaga. Valur hefur 9 sinnum orðið bikarmeistari. Síðast léku þessi tvö félög til úrslita 1990. 1-1 jafntefli varð niðurstaðan, á þeim tíma var þá leikinn nýr leikur og þar vann Valur í vítaspyrnukeppni.

Í dag er leikið til þrautar í bikarúrslitum. Ef staðan er jöfn eftir venjulegan leiktíma er farið í framlengingu og svo vítaspyrnukeppni ef þörf krefur.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Hér verður bein textalýsing frá leik Vals og KR, úrslitaleik Borgunarbikarsins. Erlendur Eiríksson er að fara að dæma sinn annan bikarúrslitaleik. Þegar hann dæmdi síðast, 2010. vann FH 4-0 sigur gegn KR. Erlendur fékk í kjölfarið ansi ósanngjarna gagnrýni en leikurinn var vel dæmdur.

Dómari: Erlendur Eiríksson
Aðstoðardómarar: Jóhann Gunnar Guðmundsson og Frosti Viðar Gunnarsson.
Eftirlitsmaður: Einar K. Guðmundsson
Varadómari: Garðar Örn Hinriksson
Elvar Geir Magnússon
Byrjunarlið:
1. Stefán Logi Magnússon (m)
Pálmi Rafn Pálmason
3. Rasmus Christiansen
6. Gunnar Þór Gunnarsson
7. Skúli Jón Friðgeirsson
8. Jónas Guðni Sævarsson ('74)
9. Hólmbert Aron Friðjónsson ('56)
11. Almarr Ormarsson
18. Aron Bjarki Jósepsson
20. Jacob Toppel Schoop
22. Óskar Örn Hauksson (f) ('70)

Varamenn:
13. Sindri Snær Jensson (m)
2. Grétar Sigfinnur Sigurðarson
4. Gonzalo Balbi Lorenzo
7. Gary Martin ('56)
8. Þorsteinn Már Ragnarsson ('74)
16. Kristinn Jóhannes Magnússon
19. Sören Frederiksen ('70)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Skúli Jón Friðgeirsson ('67)

Rauð spjöld: