Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Jökull: Þeir voru frábærir - Við áttum kannski ekkert skilið úr þessum leik
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
   sun 02. október 2016 18:40
Elvar Geir Magnússon
Pepsi-deildin
Þjálfari ársins 2016: Þessi hópur hefði getað orðið meistari
Willum Þór Þórsson - KR
Willum er þjálfari ársins.
Willum er þjálfari ársins.
Mynd: Getty Images
Mynd: Fótbolti.net: Eyjólfur Garðarsson
Willum Þór Þórsson er þjálfari ársins 2016 í Pepsi-deildinni að mati Fótbolta.net. Willum tók við KR-ingum þegar þeir voru við fallbaráttuna og náði heldur betur að rétta skútuna við. Liðið klifraði upp töfluna og tók á endanum Evrópusæti.

Ekkert annað lið í deildinni fékk eins mörg stig og KR á meðan Willum hélt um stjórnartaumana.

Willum var ráðinn til að stýra KR út tímabilið en óvissa ríkir um hvort hann verði við þjálfun á næsta tímabili. Hann er þingmaður Framsóknarflokksins eins og flestir vita og kosningar eru framundan.

„Ég er mjög stoltur og ánægður með þessa viðurkenningu. Þetta er viðurkenning fyrir allt þjálfarateymið. Ég naut aðstoðar Arnars Gunnlaugssonar og Henrik Bödker og við þurftum að ná fljótt saman sem þjálfarateymi. Ég ber mikla virðingu fyrir því hversu hratt við náðum saman," segir Willum.

Engin læti þegar Bjarni steig frá
„Það er mikill metnaður í KR. Tímabilið fór mjög illa af stað og menn voru skelkaðir með stöðuna. Menn fóru í þá vegferð allir sem einn að snúa þessu við. Menn vönduðu sig við þetta. Bjarni Guðjóns og Guðmundur Benediktsson stigu frá og ekki með neinum látum. Það var fyrsta skrefið að hafa heilbrigðan vinnuanda í kjölfarið."

Willum byrjaði snemma að tala um að stefna á Evrópusæti, þrátt fyrir að enn væru mörg skref eftir í þá átt.

„Orð eru til alls fyrst og það er oft gott að segja það bara. Þá ferðu ósjálfrátt að vinna að því. Trúin þarf að eflast með bættri frammistöðu. Tímasetningin á Evrópukeppninni hjálpaði okkur. Við komumst út úr hefðbundnu umhverfi, við fórum á hótel og héldum fundi. Við fengum gott svigrúm til að vinna með hópnum. Sigrarnir fóru að koma og sjálfstraustið með. Þetta er frábær leikmannahópur, gæðin eru til staðar."

Kitlar svakalega að halda áfram að þjálfa í Pepsi-deildinni
Hefði þessi hópur getað skákað FH í sumar og orðið Íslandsmeistari?

„Ég verð að segja já. Maður reynir alltaf að leita í þá tilfinningu að líða vel með liðið sitt. Sú tilfinning kom mjög hratt hjá mér. Undir lokin þá trúði maður ekki öðru en að við værum að fara að sigra. Það er öflug og sterk tilfinning. Hún var svo sannarlega til staðar."

Willum neitar því ekki að það kitlar að þjálfa í Pepsi-deildinni næsta sumar.

„Alveg svakalega. Þetta hefur verið hluti af minni tilveru síðan ég man eftir mér. Mér finnst þetta alltaf jafn skemmtilegt. Fótbolti er mín ástríða. Ég er í flókinni stöðu. Ég hef haft gaman af starfi mínu í pólitík og hef lært mikið. Mér finnst synd að nýta ekki þá reynslu í að minnsta kosti eitt kjörtímabil í viðbót," segir Willum en hann segir að ekki hafi gefist tími til að ræða neitt við stjórn KR og ræða möguleika í framhaldinu.

„Ætli þeir verði ekki að eiga frumkvæðið í því og sjá hvað setur í þeim efnum."

Sjá einnig:
Heimir Guðjónsson besti þjálfarinn 2014
Rúnar Páll Sigmundsson besti þjálfarinn 2014
Rúnar Kristinsson besti þjálfarinn 2013
Heimir Guðjónsson besti þjálfarinn 2012
Rúnar Kristinsson besti þjálfarinn 2011
Athugasemdir
banner
banner
banner