Inter í kapphlaupið um Guehi en Liverpool leiðir - Wharton ofar en Baleba á lista Man Utd - Muscat líklegastur til Rangers
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
banner
   þri 29. september 2015 14:55
Elvar Geir Magnússon
Pepsi-deildin
Þjálfari ársins 2015: Allar líkur á að ég verði áfram
Heimir Guðjónsson (FH)
Heimir Guðjónsson, þjálfari FH.
Heimir Guðjónsson, þjálfari FH.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Heimir Guðjónsson er þjálfari ársins 2015 í Pepsi-deildinni eftir að hafa stýrt liðinu til sigurs á Íslandsmótinu í sumar. Fótbolti.net hitti Heimi í Kaplakrikanum í dag.

„Við vorum mjög hungraðir eftir tapið á móti Stjörnunni í fyrra. Menn voru staðráðnir í því að gera vel í sumar. Í seinni umferðinni spiluðum við virkilega vel og að mínu mati verðskuldaðir meistarar," segir Heimir en við spurðum hann hvað hafi einkennt lið FH 2015?

„Ég held að það hafi verið liðsheild, samstaða og leiðtogahæfileikar. Það eru margir sterkir karakterar í FH-liðinu. Svo auðvitað góðir fótboltamenn, stuðningur áhorfenda var frábær og þetta hélst allt í hendur."

„Auðvitað erum við alltaf að reyna að bæta okkur. Við viljum gera betur í Evrópukeppni. Einu vonbrigðin í sumar er að hafa ekki náð að slá út Inter Baku og fá leik gegn Athletic Bilbao. Það hefði verið gaman að reyna sig við lið sem vinnur Barcelona."

Einhverjar sögusagnir hafa verið í gangi um að Heimir gæti stigið úr þjálfarastól FH eftir tímabilið. Við spurðum Heimi hreint út hvort hann yrði þjálfari liðsins 2016?

„Mjög líklega. Það er einn leikur eftir af þessu móti og yfirleitt klárum við mótið og förum svo yfir hlutina. Það eru allar líkur á því að ég verði áfram hér enda hefur mér liðið vel í FH. Klúbburinn hefur reynst mér afskaplega vel og ég hef vonandi gefið þeim eitthvað til baka," segir Heimir.

Sjá einnig:
Rúnar Páll Sigmundsson besti þjálfarinn 2014
Rúnar Kristinsson besti þjálfarinn 2013
Heimir Guðjónsson besti þjálfarinn 2012
Rúnar Kristinsson besti þjálfarinn 2011
Athugasemdir
banner