Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
Bannað að mæta á stjórnarfund og var ráðinn í kjölfarið - „Mjög stoltur að félagið sé til í að veðja á mig"
Sverrir Ingi: Ef við viljum fara alla leið þá þurfum við að vera með okkar bestu menn
Leikplanið breytist þegar Orri meiðist - „Vorum ekki búnir að undirbúa okkur“
Jói Berg: Hareide verið flottur og það er uppgangur
Pirrandi hvernig við köstuðum þessu frá okkur - „Getur ekki kastað sér á bakvið það"
Aron telur Hareide á réttri leið - „Væri klárlega til í að sjá Norðmanninn áfram“
Andri Lucas: Stundum er fótboltinn svona, hann er ekki alltaf fallegur
Gulli Victor: Ég mæti hingað og er fagmaður
Orri Steinn hrósar varamönnunum: Breyta leiknum
Jón Dagur: Hann getur verið erfiður stundum
Jói Berg: Við gerðum þetta oft áður fyrr
Hákon: Hlaut einhver af þeim að hafa verið rangstæður
Logi svekktur að missa af leiknum gegn Wales: Var spenntur
Gripið í eistun á Stefáni - „Skil þetta ekki"
Mikael Egill: Ég sá bara Orra fagna í smettið á þeim
Age hreinskilinn: Fótbolti er fyndin íþrótt
Ísak: Nýtti það að vera smá reiður
Guðlaugur Victor: Hefur verið smá erfitt fyrir mig persónulega
banner
   þri 29. september 2015 14:55
Elvar Geir Magnússon
Pepsi-deildin
Þjálfari ársins 2015: Allar líkur á að ég verði áfram
Heimir Guðjónsson (FH)
Heimir Guðjónsson, þjálfari FH.
Heimir Guðjónsson, þjálfari FH.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Heimir Guðjónsson er þjálfari ársins 2015 í Pepsi-deildinni eftir að hafa stýrt liðinu til sigurs á Íslandsmótinu í sumar. Fótbolti.net hitti Heimi í Kaplakrikanum í dag.

„Við vorum mjög hungraðir eftir tapið á móti Stjörnunni í fyrra. Menn voru staðráðnir í því að gera vel í sumar. Í seinni umferðinni spiluðum við virkilega vel og að mínu mati verðskuldaðir meistarar," segir Heimir en við spurðum hann hvað hafi einkennt lið FH 2015?

„Ég held að það hafi verið liðsheild, samstaða og leiðtogahæfileikar. Það eru margir sterkir karakterar í FH-liðinu. Svo auðvitað góðir fótboltamenn, stuðningur áhorfenda var frábær og þetta hélst allt í hendur."

„Auðvitað erum við alltaf að reyna að bæta okkur. Við viljum gera betur í Evrópukeppni. Einu vonbrigðin í sumar er að hafa ekki náð að slá út Inter Baku og fá leik gegn Athletic Bilbao. Það hefði verið gaman að reyna sig við lið sem vinnur Barcelona."

Einhverjar sögusagnir hafa verið í gangi um að Heimir gæti stigið úr þjálfarastól FH eftir tímabilið. Við spurðum Heimi hreint út hvort hann yrði þjálfari liðsins 2016?

„Mjög líklega. Það er einn leikur eftir af þessu móti og yfirleitt klárum við mótið og förum svo yfir hlutina. Það eru allar líkur á því að ég verði áfram hér enda hefur mér liðið vel í FH. Klúbburinn hefur reynst mér afskaplega vel og ég hef vonandi gefið þeim eitthvað til baka," segir Heimir.

Sjá einnig:
Rúnar Páll Sigmundsson besti þjálfarinn 2014
Rúnar Kristinsson besti þjálfarinn 2013
Heimir Guðjónsson besti þjálfarinn 2012
Rúnar Kristinsson besti þjálfarinn 2011
Athugasemdir
banner
banner