Man City leiðir baráttuna um Gibbs-White - Chelsea hefur áhuga á Gyökeres - Watkins til Liverpool?
Eggert Gunnþór: Ríkjandi bikarmeistarar og við vissum alltaf að þetta yrði erfitt
Keppni sem okkur þykir vænt um - „Stefnum bara á Laugardalsvöll"
Jakob Gunnar skoraði gegn gömlu félögunum - „Skrítið en mjög skemmtilegt"
Hallgrímur Mar um innkomu Römer: Eins gott og það gat verið
Viktor Elmar: Er flottur leikmaður, þó ég segi sjálfur frá
Gunnar Már um fyrstu mánuðina: Þetta hefur verið brekka
Dóri Árna um Damir: Innan við eitt prósent líkur á því
Rúnar Páll: Ég ætlaði að taka mér pásu frá þjálfun
Haukur Andri: Maður ætlar sér klárlega aftur út
Ian Jeffs: Meira svekktur með frammistöðuna en úrslitin
Viktor Jóns: Ég elskaði að spila með Hinriki
Bjarni Jó: Bara eitt Hafnarfjarðarlið eftir
Vildi koma aftur í KA: Félag á uppleið og gaman að vera hluti af því
Marcel Römer: Þarf ekki að hafa áhyggjur af mér, ég er með þetta allt í höfðinu
Eru eins og fjölskylda í Ólafsvík - „Elska þetta land"
Gylfi: Þeir áttu þetta bara skilið
Brynjar Árna: Erfitt en gaman að máta sig við þá
Oliver Heiðars: Sætt að kasta þeim út og hefna mín aðeins
Magnús Már: Gaman að sjá hann leggja upp á yngri bróður sinn
Elmar Cogic: Sagði við hann fyrir leik að hann myndi skora
   þri 29. september 2015 14:55
Elvar Geir Magnússon
Pepsi-deildin
Þjálfari ársins 2015: Allar líkur á að ég verði áfram
Heimir Guðjónsson (FH)
Heimir Guðjónsson, þjálfari FH.
Heimir Guðjónsson, þjálfari FH.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Heimir Guðjónsson er þjálfari ársins 2015 í Pepsi-deildinni eftir að hafa stýrt liðinu til sigurs á Íslandsmótinu í sumar. Fótbolti.net hitti Heimi í Kaplakrikanum í dag.

„Við vorum mjög hungraðir eftir tapið á móti Stjörnunni í fyrra. Menn voru staðráðnir í því að gera vel í sumar. Í seinni umferðinni spiluðum við virkilega vel og að mínu mati verðskuldaðir meistarar," segir Heimir en við spurðum hann hvað hafi einkennt lið FH 2015?

„Ég held að það hafi verið liðsheild, samstaða og leiðtogahæfileikar. Það eru margir sterkir karakterar í FH-liðinu. Svo auðvitað góðir fótboltamenn, stuðningur áhorfenda var frábær og þetta hélst allt í hendur."

„Auðvitað erum við alltaf að reyna að bæta okkur. Við viljum gera betur í Evrópukeppni. Einu vonbrigðin í sumar er að hafa ekki náð að slá út Inter Baku og fá leik gegn Athletic Bilbao. Það hefði verið gaman að reyna sig við lið sem vinnur Barcelona."

Einhverjar sögusagnir hafa verið í gangi um að Heimir gæti stigið úr þjálfarastól FH eftir tímabilið. Við spurðum Heimi hreint út hvort hann yrði þjálfari liðsins 2016?

„Mjög líklega. Það er einn leikur eftir af þessu móti og yfirleitt klárum við mótið og förum svo yfir hlutina. Það eru allar líkur á því að ég verði áfram hér enda hefur mér liðið vel í FH. Klúbburinn hefur reynst mér afskaplega vel og ég hef vonandi gefið þeim eitthvað til baka," segir Heimir.

Sjá einnig:
Rúnar Páll Sigmundsson besti þjálfarinn 2014
Rúnar Kristinsson besti þjálfarinn 2013
Heimir Guðjónsson besti þjálfarinn 2012
Rúnar Kristinsson besti þjálfarinn 2011
Athugasemdir
banner
banner