Allegri orðaður við Man Utd - Modric að framlengja við Real Madrid
banner
   þri 22. nóvember 2016 14:00
Magnús Már Einarsson
Gary Martin í viðræðum við Lilleström
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gary Martin, framherji Víkings, er í samningaviðræðum við norska félagið Lilleström en þetta staðfesti hann við Fótbolta.net í dag.

Gary fór til Lilleström á láni í ágúst og hjálpaði liðinu að bjarga sér frá falli í Noregi með því að skora fjögur mörk í tíu leikjum í úrvalsdeildinni.

Eins og kom fram á Fótbolta.net í gær þá er Lilleström með klásúlu um að geta keypt Gary til áramóta.

Ekkert tilboð hefur komið frá félaginu ennþá en Lilleström ætlar fyrst að freista þess að selja við Gary áður en félagið leggur fram tilboð í leikmanninn.

Fleiri félög hafa sýnt Gary áhuga, meðal annars á Íslandi, en Heimir Gunnlaugsson, varaformaður Víkings, staðfesti í gær að einu tilboði úr pepsi-deildinni hefði verið hafnað á dögunum.
Athugasemdir
banner
banner
banner